Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 216
210
Hvaðanæva.
IÐUNN
vitsmunaleg og andleg grómögn — er geti bjargað því.
Eg held, acS þacS sýni sig þessa dagana úti fyrir hliÖum
Madrid-borgar og muni sýna sig betur í þeim hluta Spán-
ar, sem enn er frjáls og ekki troÖinn undir fótum af þess-
um blóðþyrstu villimönnum. Eg held, aS smátt og smátt
muni augu fólksins ljúkast upp — í Ameríku, í Bret-
landi og á Norðurlöndum — fyrir því, hve hættan er
yfirvofandi og hvað hún ber í skauti. Eg held, að þess-
ar þjóðir muni hefjast handa, áður en frelsinu er farg-
að, að upplýsingarstarfsemin muni vinna áheyrn og all-
ar frjálsar þjóðir taka höndum saman. Það er einn liður
þessarar starfsemi, að þér hafið safnast saman í kvöld, að
ræðumennirnir hafa talað til yðar eggjunarorðum, að
þér, rithöfundar frá vesturfylkjum Bandaríkjanna, kom-
ið saman á þetta mót til þess að hugsa, ræða og í sam-
einingu taka ákvarðanir gegn þessari yfirvofandi hættu.
Því öðru, sem eg hefi að segja yður, má ljúka í fá-
um orðum. Ef vér ætlum að berjast við villidýr með
verkfræðingsheila, verðum vér sjálfir að hafa vit í koll-
inum. Það dugar ekki að mæta eldsprengjum, hríðskota-
byssum og eiturgasi með örvamæli og boga — gerum
vér það, er úti um oss. Þess vegna verðum vér í þessu
landi að kynna oss tæknina — tækni lýðræðisins. Vér
verðum að koma fólkinu í skilning um, hvað lýðræði
raunverulega þýðir. Vér verðum að vísa á bug þeirri
ósvífnu hugmynd, að hin ameríska þjóðmálastefna sé
endilega það sama og auðvaldshyggja, vísa henni á bug
í verki. Vér verðum að verja stjórnarskrá vora og mann-
réttindi gegn þeim, sem í nafni sjálfrar stjórnarskrár-
innar svívirða og reyna að eyðileggja hana. Vér verð-
um að vernda fána vorn gegn leigutólum auðjarlanna,
sem vilja gera hann að þrældómstákni fyrir verkalýð-
inn og alt hið vinnandi fólk.