Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 217
IÐUNN
Hvaðanæva.
211
Listin og nútíminn.
Norski leikhússtjórinn Hans Jakob Nilsen
skrifar eftirfarandi í tímarit Nordahl Griegs,
„Veien frem“.
Daglega sjáum vér, hvernig ofbeldið tekur sæti rétt-
arins, hvernig vopn andans og hugsunarinnar eru lögS
til hliðar sem algerlega einskis nýt, hvernig vonleysið
legst yfir heiminn eins og farsótt. Svart vonleysi skín
út úr ræðum stjórnmálamannanna, og hið sama birtist
með átakanlegum hætti, er ýmsir einlægir friðarvinir
gerast talsmenn aukins vígbúnaðar. Vanmáttarkend
gagnvart rás viðburðanna, efinn um eigin mátt og meg-
in undirbýr jarðveginn fyrir einræðið og skapar trúna
á „hinn sterka mann“. Hvarvetna auglýsir fólkið van-
mátt sinn gagnvart einhverjum dularöflum, sem það
skilur ekki og ræður ekki við. Það er þessi vanmáttar-
kend, sem rekur hundruð þúsunda ungra manna saman
í marserandi fylkingar, burt frá lífinu, út í stríðið, út í
eyðilegginguna. Það er ekkeit annað en vonleysið, sem
elur það ,,hugrekki“, sem einræðisherrarnir lofsyngja
og nefna dýrmætasta eiginleika mannsins — hið mein-
ingarlausa og viljalausa „hugrekki“ til að tortíma sjálf-
um sér og öðrum.
Þannig lítur ásjóna heimsins út í dag — hryllileg,
ömurleg og þreytt. Það er eins og grundvöllur listarinn-
ar skríði burt undan fótum vorum. Því listin grundvall-
ast á trúnni á Iífið, fegurð þess og mátt til endurnýjun-
ar. Hreinn ágóði lífsins, aflögur þess, er grundvöllur
allrar listar.
Listin verður þrotlaust að leita sér endurnýjunar. Fyr-
ir listina er kyrstaða sama og dauði. Sagan sýnir oss
þetta greinilega. Undir eins og einhver tegund listar
hafði náð hámarki fullkomnunar, að því Ieyti sem slíkt