Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 218
212
Hvaðanæva.
IÐUNN
cr mögulegt, sneru Iistamennirnir við blaðinu; gegn um
efasemdir og fálm hófu þeir sóknina að nýju takmarki
fullkomnunar. Fyrir listina verður því ávalt eins konar
spennimagnað andstöðuviðhorf til ríkjandi máttarvalda
nauðsynlegt — listinni hreint og beint Iífsskilyrði.
Sennilega kemur það af einhverjum ósjálfráðum skiln-
ingi á þessu lögmáli, að andspyrnuöfl þjóðfélagsins hafa
á öllum tímum sýnt fullan fjandskap allri ,,róttækri“
list — með öðrum orðum allri lifandi list. í hvert sinn,
er listin braut stafinn á gömlum, stirðnuðum formum
og úreltum meginreglum, í hvert sinn, er listin leitaði
að nýjum tjáningarformum eða blés lífi sínu í nýjar
hugsanir, voru andspyrnuöflin óðar á verði. Þess konar
list mátti ekki þolast, hún var siðspillandi og niðurríf-
andi. Og „siðgæðinu“ og „verndaröflum þjóðfélagsins“
var tafarlaust att fram til orustu við þessa byltingar-
sinnuðu list.
En í dag kemur fram nýtt og ískyggilegt fyrirbæri,
sem er einkennandi fyrir þessa allra-síðustu tíma. Vér
sjáum orustuna háða á nýrri víglínu: Listin er í dag tal-
in byltingarsinnuð og óalandi, þegar hún berst fyrir
gömlum og löngu viðteknum mannúðarhugsjónum.
Að þessu er þannig farið, sanna oss meðal annars
endurtekin dæmi frá sviði Ieiklistarinnar. Leikritin, sem
á vorum dögum vekja hvað ákafasta andúð og heift, eru
einmitt þau, sem ráðast á ofbeldið og ofbeldishugarfar-
ið. Slíkt má ekki þolast á þessari öld harðstjóranna!
Hin síðustu ár eru erfiðir tímar fyrir listina — en um
leið hvatningartímar. Þeir eggja til baráttu, með öðrum
vopnum en eiturgasi og fallbyssum — til baráttu and-
ans gegn vonleysinu, máttleysinu og örvæntingunni. í
þessari baráttu stendur leiklistin í fremstu röð. Engin
legund listar nær til mannanna jafn-milliliðalaust og get-