Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 220
214
Hvaðanæva.
IÐUNN
Ef til vill var ölkjallari þessi samkomustaÖur allra
nazista borgarinnar, en eg kærði mig bölvaðan um þaÖ.
Það var að minsta kosti frekar vistlegt þarna inni. Þessi
gamli kaupmannabær — Hannover — lumacSi enn á
töfrum miðaldanna. Gamlar eirstungur á veggjum hús-
anna, gotnesk dyraspjöld, brött og há húsaþök, brúnir
bjálkar og gluggar svo mjóir, að ekki var viðlit að tveir
gætu gægst út um þá í einu.
Veggir bjórkjallarans voru þaktir myndum, sem flest-
ar drógu hugann að ófriði — skotgrafir, skriðdrekar og
svo náttúrlega myndir af foringjunum. Hátalarinn öskr-
aði ræðu, sem einhver þeirra var að halda einhvers stað-
ar, og gestirnir hlýddu á með andakt. Eg er viss um, að
þeir hafa séð andlit ræðumannsins í tóbaksreykjarský-
inu, sem sveif þarna yfir borðum, þótt hann væri víðs
f jarri. Að sið nazista heilsuðu þeir, sem inn komu, með
framréttum handlegg og ,,Heil Hitler! “
Og gestgjafinn hrópaði auðvitað á móti: Heil Hitler!
Eg hefði ekki getað valið mér verra nazistahreiður.
En gestgjafinn var allra viðfeldnasti karl, og þegar hann
varð þess áskynja, að eg var Frakki, kom hann og sett-
ist við borðið hjá mér og vildi skrafa. Eg fór viðurkenn-
ingarorðum um bæinn, sem hann án efa hefir verið bor-
inn og barnfæddur í, og það virtist gleðja hann mjög.
Eg fór líka viðurkenningarorðum um vínið, sem mér
var borið, og það gladdi hann kannske enn þá meira.
En alt af voru að koma nýir og nýir gestir, og í hvert
skifti rétti hann upp handlegginn og hrópaði: Heil
Hitler!
Svo setti eg upp minn sauðarlegasta sakleysissvip og
spurði:
— Afsakið, en hver er hann eiginlega, þessi Hitler,
sem allir tala um hér? Líklega einhver bæjarmaður, sem