Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 221
IÐUNN
Hvaðanæva.
215
hefir getið sér sérstakra vinsælda? Kannske knatt-
spyrnukappi eða þá hnefaleikari?
Þið hefðuð átt að sjá framan í kunningja minn, gest-
gjafann. Hann var svo ofandottinn, að hann kom engu
orði upp góða stund. Eg er hræddur um, að hann hafi
eitt augnablik grunað mig um, að eg væri að gera gys
að sér, því það brá fyrir glampa af tortryggni í augum
hans. En hin staðfasta einlægni mín afvopnaði hann, og
að andartaki liðnu var hann orðinn fyllilega sannfærður
um mína botnlausu fáfræði. Hann starði á mig, og augu
hans lýstu undrun, forvitni og meðaumkun — í stuttu
máli öllum þeim kendum, er slík forynja hlaut að vekja.
Vera, sem var sköpuð í mannsmynd og með mannleg-
Um skilningarvitum, en kannaðist ekki við Hitler! Til
þess að fullvissa hann enn frekar um sakleysi mitt, trúði
eg honum fyrir því, að eg kæmi rakleitt frá Frakklandi,
hefði Iagt af stað að morgni þessa sama dags og vissi
mjög lítið um önnur lönd og þjóðhetjur þeirra.
Og nú flutti gestgjafinn stólinn sinn fast að mér. Eg
er viss um, að honum fanst það heilög skylda sín að gera
nú góðverk á mér og segja mér sögu Hitlers frá upp-
hafi. í stórum dráttum rakti hann fyrir mér allan feril
leiðtogans, æsku hans og uppvöxt, þátttöku í heims-
styrjöldinni, uppreistina í Miinchen, kosningasigurinn
1933. Og ræðu sína kryddaði hann með allri þeirri sætu
lofgerð um hinn mikla foringja, sem hin takmarkalausa
aðdáun hafði barmafylt sál hans af.
— Já, nú fer eg að skilja, sagði eg, er sögunni var
lokið, og lét sem skært ljós hefði runnið upp fyrir mér.
— Það er kanslarinn yðar. Eins og Bismarck!
— Richtig! Vollkommen richtig! Bara miklu meiri
en Bismarck. Jafnvel tapið á keisaranum hefir hann
bætt okkur upp!