Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 223
IÐUNN
Hvaðanæva.
217
gerast á Spáni. Ekki nákvæmlega eins að vísu. Sagan.
endurtekur sig vissulega, en oftast með einhverjum til-
brigðum.
Hverjum manni, sem eitthvað fylgist með, má nú
vera það ljóst, að án aðstoðar Mussolinis og Hitlers við
spönsku uppreistina, hefði hún verið bæld niður á nokkr-
um mánuðum.
Flestum er það sennilega einnig ljóst, að spánska
stjórnin hefði verið öldungis viss um sigur, ef henni
hefði verið leyft að kaupa álíka miklar hergagnabirgð-
ir og Franco hefir fengið að láni gegn veði í náttúru-
auðæfum landsins, sem vitanlega eru eign þjóðarinnar.
Hver hefir hindrað spönsku stjórnina í að afla sér
vopna og hergagna? Það hefir England gert. Ef Eng-
land hefði ekki krafist þess, að spönsku stjórninni yrði
neitað um vopn, og fylgt kröfunni fram með ofurkappi,
væri hin grátlega auma frammistaða frönsku alþýðu-
stjórnarinnar með öllu óskiljanleg. Einnig að þessu sinni
er það England, sem situr inst í vefnum.
Verður hjá því komist að draga þá ómótmælanlega
rökréttu ályktun, að England kjósi heldur að fasisminn
sigri á Spáni en alþýðan? England óttast rauða stjórn
á Spáni. Og þótt spánska stjórnin hafi smátt og smátt
verið að upplitast — meðal annars fyrir tilverknað hins
sósíalistiska Sovétsambands, er setti það skilyrði fyrir
aðstoð sinni, að stjórnin gerðist borgaralegri og íhalds-
samari en hún áður var — þá veit England það ofur vel,
að þegar frelsisalda flæðir um eina þjóð og lyftir henni
á faldi sínum, getur verið örðugt að nema staðar á miðri
leið. Aukið frelsi fæðir af sér kröfuna um almenf frelsi
— um sósíalisma.
En hvers konar England er það, sem hér er að verki?
Það er ekki auðvelt að sætta sig við þá hugsun, að það