Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 224
218
Hvaðanæva.
IÐUNN
sé England verkalýðsins og alþýðunnar, sem rís upp á
móti því, að bræðurnir á Spáni fái hjálp í þrengingum
sínum. Og það þarf meira en meðal-barnaskap til þess
að trúa því, að það sé brúðudrengurinn Eden, sem á-
kveður, hvað England skuli gera.
Nei, stefna Englands í utanríkismálum ákvarðast í
dag eins og ávalt fyr af þeim áttavita, þar sem gullið er
segullinn. Það er kauphöllin í London, sem á hverjum
tíma ákveður, hvað þeir Eden, Chamberlain og Halifax
segja og hvað þeir láta ógert.
En nú er England lýðræðisríki, þar sem frelsi og lög-
hlýðni eru hin æðstu hugtök og helgustu boðorð. Þess
vegna á það ekki hægt með — þótt það leyfði sér slíkt
gagnvart Rússum 1918—19 — að ganga að því opin-
berlega að safna sér leiguherjum og hjálpa uppreistar-
mönnunum til þess að berja niður hina fullkomlega Iög-
legu lýðræðisstjórn Spánar. Þess þurfti heldur ekki með.
An tilverknaðar Englands spruttu upp leiguherir á
spánskri grund, sem tóku þetta hlutverk að sér. England
hrósaði því happi að geta, óbeinlínis og sér að kostn-
aðarlausu, leikið sama leikinn og gagnvart rússnesku
byltingunni. Það þurfti ekki annað en að koma því svo
fyrir, að spánska lýðræðinu yrði bannað að afla sér
þeirra hluta, er því voru nauðsynlegir til þess að geta
varist hinum aðvífandi leiguherjum.
Og svo hefst þessi dæmalausa leiksýning yfirdreps-
skaparins, sem í rauninni er ótrúlegri en svo, að vér
séum fyllilega farin að átta oss á henni þann dag í dag.
Allir aðilar koma saman í hlutleysisnefndinni. Og
samtímis því, að heimsblöðin birta daglega fregnir um
nýjar og nýjar hersendingar frá fasistaríkjunum, er í
nefndinni bollalagt um það, að líklega væri nú réttast
að senda hina útlendu sjálfboðaliða heim.