Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 225
IÐUNN
Hvaðanæva.
219
Óvíggirt og gersamlega varnarlaus borg er jöfnuð
við jörðu. Eitt þúsund drepnir. Tíu þúsund heimilis-
lausir. Smáæfing til þess að sannprófa nothæfni hinna
nýtízku drápstækja.
Ofboð grípur heiminn. Jafnvel Þjóðabandalagið kipp-
ist við. Nýjar undirnefndir settar á laggirnar til þess að
semja nýjar álitsgerðir um Spánarmálin.
Svo líða fram stundir. Og á meðan heldur spönsku
þjóðinni áfram að blæða út, þar sem hún heyir sitt stríð,
svikin og yfirgefin af öllum. Þótt þessi barátta sé ein-
tómt varaskvaldur fyrir herrana í nefndunum og undir-
nefndunum, þá er hún grimmur veruleiki fyrir alþýðuna
sjálfa, sem heyir hana. Líf hennar og mannréttindi eru
í veði, og hún verður sjálf að taka ákvarðanir um, hvað
gera skuli.
En við hin— við, sem erum áhorfendur að þessum
Ijóta skollaleik og blóðuga harmleik, við verðum að
gera oss það ljóst, að ef svo skyldi fara, að spánska
stjórnin yrði undir í viðureigninni, þá er sá sigur ekki
unninn á vígvöllunum á Spáni, heldur á kauphöllinni í
London og í Þjóðabandalaginu.---------
Rauði herinn rússneski sigraði að lokum, þótt aldrei
hafi nokkur her verið nær ósigrinum. Hann sigraði vegna
þess, að hann var þjóðarher. Þessi sögulega staðreynd
gefur oss enn þá von. Ef til vill er ekki of djarft að ala
þá von, að spánski þjóðarherinn muni að lokum sigrast
á leiguherjunum, þrátt fyrir alt.
Vér verðum að gera oss ljóst, hvað hér er í húfi. Vér
verðum að gera oss grein fyrir því, að barátta sú, sem
stjórnarherinn á Spáni heyir í dag við maktir myrkr-
anna, er vor barátta — að hún er háð fyrir oss öll, sem
trúum á frelsið og þráum réttlætið.
En jafnframt skulum vér muna það, að stríðið á Spáni