Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 227
IÐUNN
Hvaðanæva.
221
einmitt í þenna ótta, sem fasisminn sækir styrk sinn. í
hvert einasta skifti, sem lýðræðið hefir látið undan, hef-
ir veldi afturhaldsins í Evrópu færst í aukana og hættan
á nýjum styrjöldum vaxið að sama skapi. Með þessari
ofsahræðslu, sem einna helzt minnir á blinda hænu, kall-
ar lýðræðið yfir sig þann dómsdag, er það um fram alt
vildi afstýra. Það skilur það ekki — eða þorir ekki að
skilja — að við fasismann er ekki hægt að semja; það
verður að slá hann niður. Það, sem nú er að gerast á
Spáni, er ekkert annað en fyrsti þáttur þess hildarleiks,
er koma skal. Og hingað til hafa afturhaldsöflin haft
betur í þessu örlagatafli.. Þau hafa skákað lýðræðinu
hvað eftir annað og vaxið við það úr vesælu dverg-
skrípi í ferlegan risa, sem nú ógnar siðmenningu hins
hvíta manns. Areksturinn, sem lýðræðisríkin eru á þind-
arlausum flótta undan, mun koma yfir þau eins og ægi-
legt ragnarökkur. Og þá hafa þau engum öðrum en
sjálfum sér um að kenna.
Stórpólitísk dagbókarblöð.
10. maí. Það þýðir ekki lengur fyrir Þjóðverja að
reyna að skjóta sér undan sök á þeim djöfullega verkn-
aði, sem eyðilegging Guernica-borgar er. Það er enska
stórblaðið „Times“ fyrst og fremst, sem hefir afhjúpað
þenna glæp og skýrt frá því, hvernig þýzku ílugmenn-
irnir ráku með vélbyssum sínum flýjandi konur og börn
aftur inn í hina brennandi borg, svo að þau mættu verða
logunum að bráð. Það lítur svo út, sem það hafi verið
um að gera að myrða sem allra flesta. Það er líka
..Times“, sem hefir afsannað hinar heimskulegu slúður-
sögur um, að stjórnarherinn hafi borið eld að borginni.
Hver er nú skýringin á þessu framferði „þjóðernis-
sinnanna“ þýzku?