Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 230
224
Hvaðanæva.
IÐUNN
veiti ekki friðinn lengur en þeim Hitler og Mussolini
þóknast. Þeir hafa nú um skeið gamnað sér við að tefla
fram fullbúnum staðreyndum, sem Bretar síðan hafa
orðið að taka afstöðu til. Og sú afstaða hefir oftar en
einu sinni verið hikandi og fálmandi.
Ýmsir merkir Bretar hafa látið í Ijós þá skoðun, að
heimsstyrjöldin 1914 hefði ekki skollið á, ef Bretar
hefðu tekið hreina afstöðu í tíma, svo Þjóðverjar hefðu
vitað fyrir fram, að þeim var að mæta. Og aðrir bæta
við: Það væri kannske alt öðru vísi útlits í Evrópu í dag,
ef framkoma Bretlands á undanförnum árum hefði verið
stórveldi fyllilega samboðin — ef það hefði sagt til um
afstöðu sína nægilega skýrt til þess, að enginn efi um
hana gæti leynst í hugskotum þeirra Hitlers og Musso-
lini. Þá hefðu fallbyssurnar ef til vill ekki þrumað við
Madrid í gær, á meðan krýningarhátíðin fór fram í
London.
19. ágúst. Eftir að Japan hafði hafið ófriðinn, sem
enn er ekki lýst yfir, trúði utanríkismálaráðherrann, Hi-
rota, heiminum fyrir því, að hverju hann eiginlega
stefndi. Ekki að ófriði, sei sei nei, í hæsta lagi að rétt-
mætri sjálfsvörn. Japan ætlaði sér alls ekki að leggja
undir sig kínverskt land. Það eina, sem olli kínverska
utanríkisráðherranum nokkurrar áhyggju, var, „hvernig
ætti að fara að því að sannfæra Kínverja um, að Japan
óskar einskis annars en vináttu þeirra“. Forsætisráðherr-
ann, Konoy fursti, var ekki síður göfuglyndur: Japan
sækist engan veginn eftir löndum Kínverja, að eins eftir
vináttu þeirra og samstarfi til þess að efla austræna
menningu.
í Shanghai eru Japanir nú að kenna Kínverjum, í
hverju sönn vináttuhót eru fólgin. Þeir gera það eftir