Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 232
226
Hvaðanæva.
IÐUNN
verja virSist fara vaxandi samtímis því, aS Japan sligast
meira og meira undir útgjaldabyrði „landvarna“ sinna.
Auk þess eiga Japanir full-erfitt með aS stjórna þeim
löndum, er þeir hafa þegar svælt undir sig. Hinir undir-
okuÖu þjóðflokkar eru óánægcSir og tortryggir. —
Stjórnarfarið er prússneskt, hernaðareinræ'Ói í þess verstu
mynd. ÞaÖ eru í fylsta skilningi hertekin lönd, sem Jap-
anir ráða yfir. Þessir erfiðleikar myndu aukast um allan
helming, ef þeim í fyrstu atrennu skyldi heppnast að
skera enn meira en orðið er af kínversku kökunni. Það
var þessi hlið viðfangsefnisins, sem heimsblaðið „Times“
drap á fyrir skömmu. Þar var komist að orði eitthvað á
þá leið, að sem aðgerðalaus andstæðingur væri Kína ef
til vill hættulegast. „Kína er eins og kviksandur, það
gleypir alt og alla“.
Þar að auki er þvf engan veginn að treysta, að önnur
stórveldi láti þessi mál afskiftalaus. Sennilega grípa þau
ekki til vopna að svo stöddu, en þau hafa að minsta kosti
veitt Kína stór lán nú þegar. Hinir vestrænu auðjarlar
vilja ógjarna tapa þeim hundruðum miljóna sterlings-
punda, sem þeir hafa lagt í kínversk fyrirtæki, og þeir
eru þess ekki alls ófúsir að fórna nokkrum skildingum
til þess að bjarga miljónunum. Einnig af öðrum ástæð-
um, hernaðarlegum og pólitískum, hafa stórveldin meiri
hug en áður á því að veita Kína aðstoð. Vitaskuld ekki
til þess að vernda hina gömlu menningarþjóð gegn of-
beldi frænda hennar, heldur til að vernda sína eigin hags-
muni. í stórpólitíkinni eru hagsmunirnir það eina, sem
gildir.
23. ágúst. Þeim einstaklingi, sem fyndi upp á því að
fara að stunda sjórán, myndi ekki farnast vel. Um slík-
an atvinnuveg munu ekki vera skiftar skoðanir meðal