Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 233
IÐUNN
Hvaðanæva.
227
siðmentaðra manna. Fýsi einhvern að leggja slíkt fyrir
sig, en vilji samt sem áður halda áliti sfnu í augum með-
bræðranna og vera talinn þjóðrækinn hugsjónamaður,
mætti ráðleggja honum að gerast þátttakandi í hinum
hærri stjórnmálum. Geri hann það, getur hann verið viss
um, að skoðanirnar á athæfi hans fari að skiftast, og ekki
lítil líkindi til að hann sleppi undan hegningarlögunum.
Það er sama, um hvaða glæp er að ræða — hann
verður ekki einungis ósaknæmur, heldur tiginborinn og
mikils háttar, ef það er ríki, sem drýgir hann, og því
tignari sem ríkið er voldugra. Þá megum við yfir höfuð
vara okkur á því að nefna glæpinn glæp; slíkt er dóna-
legt og sveitamannslegt; við verðum að finna eitthvert
fágaðra orð yfir það, og við ættum að varast að styggja
sjóræningjann. Það gæti verið betra að hafa hann góð-
an. Og framar öllu verðum við að læra að skilja hátt-
erni hans. Ef til vill hefir sjóræninginn aðalborna heims-
skoðun, sem gerir það, að vera sjóræningi, að eðlileg-
um og sjálfsögðum hlut. Yfirleitt er það svo um heims-
skoðanir, að hafi maður einhverja slíka að mælisnúru
athafna sinna, virðist fátt óleyfilegt.
Franco rekur sjórán í stórum stíl og nýtur til þess að-
stoðar ítalskra herskipa. Það er sannleikurinn, afklædd-
ur öllu málskrafi og diplómatiskum þvættingi. Og það
sýnir sig, að þessi sjórán eru leyfileg, að minsta kosti
gera stórveldin ekkert, sem gagn er í, til þess að stöðva
þau. Þau skipa bara sínar hlutleysisnefndir og eftirlits-
nefndir, sem sjóræningjarnir virða svo mikils, að þeir á
alþjóðaleiðum sökkva skipum með fulltrúa þessara
sömu nefnda innanborðs og fána þeirra blaktandi frá
siglutrénu.
Svona var það með danska flutningaskipið „Edith“,
sem var skotið í kaf 30 sjómílur úti fyrir Barcelona.