Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 234
228
Hvaðanæva.
IÐUNN
Skipið hafði engar stríðsvörur innanborÖs, og allir papp-
írar þess voru í lagi. En því miður voru það bara papp>-
írar.
Slíkir atburðir gætu ekki átt sér stað, ef stórveldun-
um væri í raun og veru ant um acS tryggja frjálsar sigl-
ingar um Miðjarðarhaf. Þau hafa það ekki lengur sér til
afsökunar, að hér ríki óvissa um, hver verið hafi að
verki. Því það er þó alt of barnalegt að taka hið minsta
mark á áróðurs-upplýsingunum frá Salamanca, sem
berja það blákalt fram, að ,,Edith“, sem sigldi undir
vernd sjálfrar hlutleysisnefndarinnar, hafi verið smygl-
araskip, eða svara mótmælum Breta gegn árásinni á
„British Corporal“ með jafn-gáfulegum staðhæfingum
og þeim, að stjórnarflugvélar hafi tekið á sig gerfi upp-
reistarflugvéla og sökt skipinu.
Síðustu vikurnar er þátttaka ítala í sjóránum þessum
sönnuð svo fullkomlega, að enginn heilvita maður ef-
ast lengur. Fyrir nokkru var skotið á brezkt flutninga-
skip, sem sigldi í þjónustu Panama og undir fána þess.
Herskipið, sem skaut, var ítalskt. Spánska olíuskipinu
„Campeador“ var sökt af ítölskum tundurspilli undan
ströndum Norður-Afríku. Tundurspillirinn ber nafnið
„Saeta“, að því er enska íhaldsblaðið „Daily Telegraph*
hefir upplýst. Tundurskeyti var skotið að franska flutn-
ingaskipinu „Parame" rétt úti fyrir Pantellaria, sem er
ramlega víggirt af ítölum. Öðrum frönskum skipum hef-
ir verið sökt, eða reynt að sökkva þeim, af „óþektum
kafbátum“.
Eitt ítalskt skip, „Mongoia“, hefir einnig orðið fyrir
flugárás. Til allrar óhamingju fyrir hina fasistisku áróð-
ursloddara hafði það innanborðs eftirlitsmann frá hlut-
leysisnefndinni. Hann staðhæfir hiklaust, að það hafi
verið ein af flugvélum uppreistarmanna, er árásina gerði.