Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 236
230
Hvaðanæva.
XÐUNN
hergagna til stjórnarinnar yrði hindraður. Svo eindregið
tók fasistastjórn Portugal málstað uppreistarmanna.
Spánska stjórnin sakar Portugal um að hafa horft á
það í fullkomnu aðgerðaleysi, að uppreistarmenn undir-
byggju borgarastyrjöldina innan landamæra Portugal.
San Juro dvaldist í Portugal og gekst þar fyrir ráðstefn-
um og öðrum undirbúningi uppreistarinnar, og undir eins
og herinn gaf merkið í júlí, steig hann í flugvél sína og
hélt áleiðis til Spánar til þess að takast á hendur forustu
uppreistarinnar. Hann var hennar sjálfkjörni foringi.
En flugvélin, sem átti að flytja hann til Sevilla, hrapaði
niður, eins og kunnugt er. San Juro og flugmaðurinn
fórust báðir í logunum, er vélin hrapaði. Og styrjaldar-
sjóðurinn, sex miljónir peseta, sem uppreistarforinginn
hafði með sér frá Portúgal, varð einnig logunum að
bráð. —
Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt, að stjórnin í
Portugal styður Franco af öllum mætti. Hrafnarnir
kroppa ekki. augun hvor úr öðrum, og fasistar allra
Ianda standa fast saman. Alla tíð síðan herinn hrifsaði
til sín völdin í Portugal, árið 1926, hefir meinlætamað-
urinn Don Oliveira Salazar, jesúítinn, eins og hann stund-
um er nefndur, stjórnað landinu með stuðningi hervalds-
ins. Allir flokkar eru bannaðir, ströng ritskoðun ríkir í
landinu, fangelsin eru yfirfull af pólitískum föngum, og til
enn frekara öryggis hefir að eins tíundi hluti þjóðarinn-
ar rétt til að kjósa. Þegar kosningar fara fram, tilnefn-
ir stjórnin alla frambjóðendur. Kjósendurnir fá svo allra
náðarsamlegast að segja já eða nei við framboðslistan-
um, og þar með búið.
Salazar hefir setið og situr áfram á byssustingjum.
Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að mynda sinn eigin
fastistaflokk, eftir að hann fékk völdin í hendur. Hann