Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 237
IÐUNN
Hvaðanæva.
231
lét herinn duga. Fyrst í fyrra haust, eftir hina alvarlegu
uppreistartilraun snemma í september, var skipulagt
vopnað og einkennisbúið landvarnarlið, tuttugu þúsund
manns, og sömuleiðis fasistisk æskulýðshreyfing.
Það er sem sé bara þjóðsaga, að öll þjóðin standi
einhuga að baki Salazar. Ritskoðun og fjöldafangelsan-
ir af pólitískum ástæðum er óþarft í landi, þar sem þjóð-
in er jafn-ánægð og samhuga eins og látið er í veðri vaka
af stjórnarvöldunum, að portúgalska þjóðin sé. Erfið-
leikar stjórnarinnar eru sagðir fara mjög vaxandi á síð-
ustu mánuðum. Landbúnaðurinn á í vök að verjast
vegna ráðstafana stjórnarvaldanna. Og þó að einstakir
braskarar raki saman fé á styrjöldinni í nágrannaríkinu,
hefir hún eigi að síður með ýmsum hætti lamandi áhrif
á atvinnulífið í landinu.
Spánar-pólitík Salazar teflir á tæpasta vað. Sigri
stjórnin á Spáni, er talið líklegt, að valdaferli hans sé
lokið. Þá muni andúðin gegn honum magnast og leiða
til uppreistar með þjóðinni. Þess vegna verður hann að
styðja Franco af alefli. Undir því, hvernig Franco vegn-
ar, eru hans eigin örlög komin. Auk þess segir sagan, að
um 50 þúsundir ríkra Spánverja hafi lagt fé sitt inn í
portugalska banka, og sú staðreynd má aldrei hvarfla
honum úr huga.
28. september. í fyrsta skifti um langan tíma eiga
lýðræðisveldin leikinn. Eftir mánaða og ára undanhald
virðast þau nú ætla að manna sig upp til einarðlegri að-
gerða. Og aldrei höfum við séð það borga sig betur að
slá í borðið, ef trúa má blaðafregnum og útvarps um
tóninn í ítölskum og þýzkum blöðum. Rostann í fasista-
ríkjunum hefir stórum lægt. Jafnvel signor Gayda, þessi
ritberserkur Mussolinis, sem oftast veður jörðina upp að