Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 238
232
Hvaðanæva.
IÐUNN
knjám, er orðinn furðulega spakur. Hótanirnar og stór-
yrðin sitja föst í kokinu á honum, og hann kemur ekki
upp öðru en mæðulegu andvarpi um, að Ítalía sé fórn-
arlamb almenns samsæris lýðræðisríkjanna. Og utanrík-
isráðherrann, Ciano greifi, mælist til þess af mikilli kurt-
eisi, að Ítalíu verði ekki neitað um ,,siðferðilegt“ jafn-
rétti til eftirlits með sjóræningjunum í Miðjarðarhafi.
Lýðræðisveldin munu ekkert sérstakt hafa á móti því
nú, þegar Nyon-samningurinn er orðinn að veruleika.
Ítalía fær án efa að fljóta með, en það verður ekki
lengur hún, sem ræður ferðinni.
Mussolini gerði ráð fyrir, að hann gæti ónýtt Nyon-
ráðstefnuna með sömu aðferðum og hann hefir beitt í
hlutleysisnefndinni — með diplómatiskum vafningum og
fjarstæðukendum kröfum. En með því að spenna bog-
ann of hátt spilaði hann að þessu sinni öllu úr höndum
sér. Hann treysti á það, að Nyon-ráðstefnan myndi fara
út um þúfur, ef Ítalía og Þýzkaland yrðu ekki með. Nið-
urstaðan varð alveg þveröfug. Einmitt vegna fjarveru
fasistaríkjanna gekk alt eins og í sögu. Alyktanir ráð-
stefnunnar urðu ákveðnar og markvísar, og fundinum
var lokið eftir ótrúlega skamman tíma.
Ekki verður því neitað, að þessi árangur var ekki
hvað sízt Sovétríkjunum að þakka. Ítalía og Þýzkaland
höfðu upphaflega ætlað að taka þátt í ráðstefnunni. En
svo kom hin ofsafengna orðsending frá Sovétstjórninni
um kafbátaófögnuðinn í Miðjarðarhafi. Af þessari orð-
sendingu urðu fastistaríkin sármóðguð og neituðu að
setjast að samningaborðinu með Litvinov. Tepruskap
borgarablaðanna á Vesturlöndum var líka nóg boðið,
og þau fjösuðu mikið um, að Litvinov hagaði sér eins
og naut í glervörubúð. En það er vafasamt, hvort leik-
inn hafi verið slungnari leikur í stjórnmálatafli. Að