Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 239
IÐUNN
Hvaðanæva.
23»
minsta kosti varð árangurinn hinn háðulegasti ósigur fyr-
ir Mussolini.
Það er engu líkara en Vesturveldin séu forviða yfir
þessum diplómatiska sigri, er þau hafa unnið. Þau hafa
gott af að undrast. Hugleysið var mikið með Bretum og
Frökkum. Þeir voru farnir að trúa því, að fasistana bitu
engin vopn. Svo sýnir það sig, að skjót og einbeitt at-
höfn breytir aðstöðunni í einni svipan. Vonandi verður
haldið áfram eins og nú horfir. Hin nána samvinna
Frakka og Breta — ein höfuðforsendan að sigrinum í
Nyon — þarf að fylgja þessari slóð. Ef til vill tekst það
líka. Vesturveldin hóta nú Mussolini að opna fransk-
spönsku landamærin, ef hann heldur fram uppteknum
hætti á Spáni. Og mr. Eden, sem annars hefir ekki verið
áberandi sigurstranglegur í seinni tíð, hélt nýverið ræðu
í Genf, sem sýnir þó, að hann er loksins búinn að læra
það, hvers konar röksemdir það eru, sem einar ná eyr-
um fasistanna. Hann ógnaði með herstyrk Breta. Það
hefir þegar sýnt sig, að ógnunin nægir, ef fasistarnir sjá
alvöru á bak við. Hér er einmitt kjarni málsins: Musso-
lini er farinn að taka samvinnu lýðræðisveldanna alvar-
lega. Hann óttast hana og rær þess vegna í land.
Vera má, að ekki sé mikið leggjandi upp úr þessum
atburðum. Að minsta kosti dettur engum í hug, að um
neina hugarfarsbreytingu sé að ræða hjá einræðisherr-
anum ítalska. Hann hyggur vitanlega á hefndir fyrir
þenna ósigur sinn og mun sæta hverju lagi, sem kann að
gefast, til að ná sér niðri á lýðræðisríkjunum. Engin
trygging er heldur fyrir því, að Bretar ætli sér í fram-
tíðinni að taka upp ákveðnari stefnu. En vissulega gætu
þeir Chamberlain og Eden eitthvað af þessu lært — ef
þeir á annað borð vilja læra.