Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 240
234
Hvaðanæva.
IÐUNN
1. október. Maður getur ekki varist þeirri hugsun,
að glæpamannaforinginn og erkibófinn A1 Capone hafi
ekki lent á réttri hillu í lífinu. Hann hefði átt að slá sér
á pólitík í einhverju af menningarríkjum Evrópu. Því
þótt bófa-rómantíkin eigi að vísu mikil ftök í fólkinu og
fjöldi manna hafi dáð hann sem hetju og stórmenni, þá
var það eigi að síður mikill meirihluti, sem hafði and-
stygð á honum og fordæmdi hann. Glæpir hans voru svo
ópólitískir. Hvorki hann sjálfur né stormsveitir hans
þjónuðu neinni „hugsjón". Þeir voru ekki fulltrúar
neinnar „heimsskoðunar“. Þegar þeir beittu vélbyssum
og öðrum morðvopnum, datt þeim aldrei í hug að full-
yrða, að þeir gerðu það til bjargar menningunni. Þeir
drápu alveg út í loftið, án alls stjórnmálalegs tilgangs og
alls ekki til þess að vernda heimsfriðinn. Þetta var þeirra
stóra yfirsjón, og því fór sem fór; AlCapone og kumpán-
ar hans enduðu skeið sitt í auðvirðilegu tugthúsi. Enginn
háskólaprófessor hefir lagt höfuð sitt í bleyti til þess að
finna skýringar á atferli þeirra og útlista fyrir þjóð-
inni, að gerðir þeirra stjórnuðust af „heimspeki athafn-
anna“ og að morðin og mannaránin væru ávextir „stríð-
andi hugsjónastefnu“ eða eitthvað í þá áttina. Nei, vilji
maður mæta skilningi í þessum heimi, verður maður að
hafa vit á að stofna um sig pólitískan flokk, er síðan
geti haldið hróðri manns á lofti.
Nýlega kom fyrir atvik suður í löndum, sem gefur til-
efni til slíkra hugleiðinga. í Frakklandi var tekinn fastur
spánskur majór, Troncoso að nafni, einn af vinum
Francos, sem staðinn var að ýmsum óknyttum á franskn
grund, svo sem að þvf að skipuleggja óaldarflokka og
undirbúa uppreist í Frakklandi. Gegn þessari handtöku
sendi Franco frönsku stjórninni hátíðlegt og harðort
mótmælaskjal. En ekki nóg með það. Til hefnda lét hann