Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 246
240
Hvaðanæva.
IÐUNN
En þá fyrst færi nú skrípaleikurinn að ná hámarki, ef
Bretinn opnaði peningaskápinn fyrir Mussolini. Fyrst býr
hann Bretum einhvern háðulegasta ósigur, sem sagan get-
ur um, með því að standa af sér refsiaðgerðirnar svo-
nefndu og taka Abyssiníu, þrátt fyrir þær. Síðan grefur
hann á allar lundir undan veldissto'ðum Breta í MiðjarS-
arhafi og umhverfi þess. Og svo skyldi það eiga eftir að
«nda með því, að Bretinn léti hann hafa fé til að halda
þessari starfsemi áfram. Þetta er ekki enn komið í kring
að vísu. í Frakklandi gætir þó nokkurs ótta um, að vel-
viljaðir peningafurstar í London séu ekki fjarri því að
vilja smella þessum púnkti yfir i-ið, sem að líkindum
yrði púnktur í raunverulegum skilningi — lokapúnktur
valdaaðstöðu Bretlands við Miðjarðarhaf.
18. nóvember. Fyrir skömmu birtu erlend blöð fregn
um það, að bók Mark Twains, „The Adventures of Tom
Sawyer“, hefði verið bönnuð í Brasilíu og gerð ræk úr
öllum opinberum bókasöfnum þar í landi. Bannið var
rökstutt með því, að bókin væri kommúnistisk! Þetta
átti Mark Twain sálugi eftir, sá óbetranlegi háðfugl!
Kommúnisminn er orðinn ærið yfirgripsmikið hugtak
nú á dögum, eins og þetta dæmi sýnir. Kvikmyndin eftir
sögu Remarques, „Vér héldum heim“, var einnig bönn-
uð í Brasilíu um sömu mundir og með sama rökstuðn-
ingi. í myndinni kvað sem sé vera kafli, er sýnir hern-
aðarlega þjálfun skólabarna, þannig lagaður, að hann
vekur ekki tilhlýðilega hrifningu á hinu nýja ariska
barnauppeldi.
Blöð og útvarp fræddu okkur á því fyrir skömmu,
að eins konar stjórnarbylting hefði átt sér stað í því
f jarlæga landi, Brasilíu. Það ræður nú af líkum, að nauð-
syn þessarar byltingar var rökstudd með kommúnista-