Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 247
IÐUNN
Hvaðanæva.
241
liættunni. Nýi einræðisherrann, Vargas, gaf strax út há-
tfðlega tilkynningu um, að hættuleg uppreist hefði stað-
ið fyrir dyrum, og hana varð vitanlega að hindra. í
þessu sama skjali segir hann líka, að bylting hans hafi
farið fram með fullum friði, og þjóðin sé í sjöunda
himni yfir henni. Það er náttúrlega ekki tiltökumál, þótt
þjóðin fagni frelsuninni frá voðanum. En hitt kemur
óneitanlega mörgum spánskt fyrir, að heimurinn skyldi
ekkert fá um það að vita fyr en nú, að Brasilía rambaði
svona tæpt á hyldýpisbarmi hinnar rauðu spillingar. Satt
að segja hefir manni virzt mjög svo friðsamlegt í Bras-
ilíu í seinni tíð.
Því er ekki að leyna, að hönd Hitlers þykir auðsén á
bak við þessa atburði. Vargas er augljóslega dyggur Iæri-
sveinn hans og stælir mjög áróðursaðferðir meistarans.
Hann er auðvitað að bjarga þjóðinni úr klóm Marxista
og Gyðinga, og eitt af mörgu skrítnu, sem getur að lesa
í áðurnefndri hátíðlegri tilkynningu, er það, að einræðis-
stjórn hans eigi að tryggja lýðræðið. Auk þess er það
vitað, að alþjóðasamband fasistanna, sem víða gengur
undir nafninu Nazintern, hefir undanfarið lagt eigi all-
litla rækt við Brasilíu.
Fjöldi Þjóðverja býr í landinu. Og eins og í öðrum
löndum er lögð á það rík áherzla að kenna þeim hina
einu réttu Hitlerstrú. Þessi starfsemi er rekin af áður-
nefndu alþjóðasambandi nazistanna, sem stendur undir
yfirstjórn eins voldugs herramanns í Berlín, að nafni
Bohle. í vissum hlutum Brasilíu eru Þjóðverjar svo fjöl-
mennir, að þýzka er aðalmálið. Allir brasiliskir ríkis-
horgarar af þýzkum uppruna hafa fengið skipun um að
ganga inn í hinn nazistiska félagsskap í Brasilíu (Acco
Integraliste Brasilieira), sem jafnvel hefir sínar vel
skipulögðu stormsveitir, svonefndar „grænskyrtur“. For-
iðunn xx 16