Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 249
IÐUNN
Hvaðanæva.
243
Það, sem Vargas nefnir kommúnisma, er ekkert ann-
að en eins konar bandalag, sem var í uppsiglingu milli
allra frjálslyndra flokka í landinu, sumra ekki ýkja rót-
tækra. Hin ráðandi stétt í Brasilíu er forríkir gósseigend-
ur og stórekruherrar. Þeir vilja auðvitað ekki sætta sig
viS, aS hróflað sé við sérréttindum þeirra og valdaað-
stöðu. Allar tilraunir í þá átt nefnast kommúnismi á máli
þessara burgeisa. Að öðru leyti má segja, að þann veg
sé um hnútana búið, að möguleikarnir fyrir kommún-
ista — ef einhverir væru — til að Ieiða fólkið afvega
við kosningar séu næsta takmarkaðir. Af 25 miljónum
íbúa eru það einar þrjár miljónir, sem hafa kosningar-
rétt. Konum hefir t. d. aldrei verið veittur sá réttur þar
í landi.
23. nóvember. Blaðafregnir herma, að Franco ætli
sér að rjúfa samgöngurnar milli Madrid og Kataloníu,
umkringja borgina og svelta hana til undirgefni. Fregn-
irnar eru ekki ósennilegar. Það eru litlar líkur til, að
uppreistarherinn Ieggi út í beina sókn á höfuðborgina
fyrst um sinn. Til þess er hún nú orðið of ramlega víg-
girt, og sóknin myndi kosta meiri mannafla og hergögn
en Franco getur að svo stöddu teflt fram. Það er kjarni
stjórnaihersins, sem heldur Madrid, og þeir piltar gef-
ast ekki upp fyr en í fulla hnefana.
Það er fyrst og fremst metnaðarmál að halda Mad-
rid. Stjórnin gæti bætt aðstöðu sína stórum á öðrum
vígstöðvum, ef hún kæmist hjá að binda svo mikinn
herstyrk við höfuðborgina. Sagt er, að stjórnarvöldin í
Valencia hafi jafnvel tekið það til alvarlegrar íhugun-
ar, hvort ekki væri rétt að gefa borgina upp og lofa
uppreistarhernum að taka hana. Þá myndi Franco verða
að binda þar mikinn liðstyrk og veikja aðstöðu sína á