Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 251
IÐUNN
Hvaðanæva,
246
fulla ástæðu til að vilja fresta úrslitahríðinni, og þess er
ekki að vænta, að herir hennar hefji mikla sókn að svo
stöddu, nema sérstakar hernaðarlegar ástæður geri það
nauðsynlegt.
Herbúnaðurinn hefir að þessu verið hin veika hlið
stjórnarinnar. Franco hefir öflugri lofther og betur bú-
inn, enda hafa önnur ríki óspart birgt hann upp. Það er
sagt, að stjórnin fái eitthvað af hergögnum yfir Ianda-
mæri Frakklands. En í seinni tíð leikur einnig orð á, að
Franco berist hergögn úr þeirri átt — um Irun.
Stórblaðið ,,New York Times“, sem alt frá upphafi
borgarastyrjaldarinnar hefir fylgst vel með gangi henn-
ar með atbeina fréttaritara sinna á Spáni, og hefir orð
á sér fyrir áreiðanleik um þessi efni, heldur því fram, að
nú berjist 110 þús. ítala í liði Francos. Tölu Þjóðverja
áætlar blaðið 10 þús., aðallega flugmenn og sérfræð-
inga. Samkvæmt sömu heimild á tala sjálfboðaliða í her
stjórnarinnar að fara lækkandi, fyrst og fremst vegna
þess, að í alþjóðaherdeildinni hafi mannfallið verið hvað
mest, enda þessar hersveitir ávalt þar, er mest þurfti
við. Talsvert af þessum sjálfboðaliðum hefir og horfið
heim aftur. Það er gert ráð fyrir, að að eins lítill hluti
þess sjálfboðahers, er átti mestan þátt í að bjarga Mad-
rid í fyrra, sé nú á vígvöllunum.
Af því, sem hér er sagt, má ráða, að aðstaða spönsku
stjórnarinnar heima fyrir sé á engan hátt talin vonlaus.
En því má ekki gleyma, að atvik, sem stjórnin hefir ekki
á valdi sínu, geta ráðið úrslitum þessa sorgarleiks. Þarf
í því sambandi ekki að minna á annað en hina glæpsam-
legu hlutleysispólitík lýðræðisveldanna, sem girðir fyr-
ir það, að stjórnin geti með löglegum hætti aflað sér
hernaðartækja frá öðrum löndum. Næst aðstoð Musso-