Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 254
Bækur,
I. Fræíirit o. fl.
Grettis s a g a Asmundssonar, B a n d a-
manna saga, Odds þáttr Ófeigsson-
a r. GuSni Jónsson gaf út. Hið íslenzka porn-
ritafélag, Reykjavík — MCMXXXVI = íslenzk
fornrit VIII bindi; civ, 408 bls. með tveim kort-
um og 6 myndum.
Hér er þá komin hin fjórða í röðinni hinna lengri fslend-
inga sagna: Grettla, með Bandamanna sögu og Odds þátt
Ófeigssonar í togi, og hefir nýr maður, Guðni Jónsson, séð
um útgáfuna. Nýr er hann að visu aðeins á titilblöðum forn-
ritanna, því hann hefir gefið út forníslenzka lesbók o. fl.,
enda er enginn viðvaningsbragur á þessu bindi hjá honum.
Það sést skjótt, að hann er af hinum íslenzka skóla Nordals,
sem lítur á sögurnar fyrst og fremst sem skáldrit, verk ein-
stakra höfunda á 13. og 14. öld. Fyrsta verk hans er þvi að
rannsaka, hvort Grettla muni vera ein heild og eins manns.
verk, og sýnir hann fram á það með mörgum góðum rökum.
Þar næst skygnist hann eftir heimildum sögunnar og finnur
þá fyrst og fremst Landnámu, sem söguhöf. hefir notað af
mikilli natni, en auk þess heilan hóp af eldri og yngri bókum,
alt frá fslendingabólc til Örvar-Odds-sögu, enda ætlar Guðni,
að söguhöf. hafi haft gott bókasafn við hendina, eða a. m. k.
í grend við sig (Þingeyrarklaustur). Vísur sögunnar telur
Guðni misjafnlega gamlar, sumar gætu jafnvel verið eftir
Gretti, aðrar eftir söguhöfundinn. Þá tekur Guðni til með-
ferðar munnlegar heimildir og þjóðsögur — einhvern merk-
asta þáttinn í Grettlu. Hefir söguhöfundur dregið að sér
mikið af sögnum, sem sumar gætu verið sannsögulegar að
stofni, aðrar meir eða minna þjóðsagnakendar. Vísur, ör-
nefni o. fl. bera þess vottinn, hve víðkunnur Grettir hefir
verið og um leið, að margar sögur hafa gengið af honum.
Sumar þeirra hljóta að stafa frá Gretti sjálfum, ef sannur-