Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 257
IÐUNN
Bækur.
251
Um um það safn — og þær hafa, því miður, oft verið á góð-
um rökum bygðar — þá stendur það þó enn föstum fótum
í sögu norrænna vísinda, sem sá grundvöllur, er allar um-
ræður um dróttkvæðin í rúma tvo áratugi hafa verið reist-
ar á, — líka skammirnar. Nýlega hefir Sigurður Nordal bent
á veilu eigi aðeins í meðferð Finns Jónssonar, heldur einnig
í aðferð aðal-fjandmanns hans, E. A. Kocks. Þessi veila er
ónóg skipulagning handrita og rannsókn þeirra fyrir út-
gáfuna.
Það fer nú ekki hjá því, að Jón Helgason hafi lært eigi
alllítið af deilunum, sem staðið hafa um safn Finns Jóns-
sonar. Enda bera íslenzk miðaldakvæði þess merki. Hér er
ekki gerð tilraun til að prenta leiðréttan texta með sam-
ræmdri stafsetning, enda er sjálfsagt minni ástæða til þess,
þar sem kvæðin munu vera betur geymd og síður úr lagi
færð en dróttkvæðin. Til fyrirmyndar er handritaflokkunin
og hin kerfisbundna framsetning orðamunarins (sbr. t. d.
inngang að Ljómum, bls. 111—112). Samanburður á þessari
útgáfu og öðrum eldri, einkum kvæðum Jóns Arasonar í út-
gáfu Finns Jónssonar (Jón Arasons religiöse digte, 1918),
sýnir alls staðar yfirburði þessarar útgáfu í vísindalegri
smásmygli og nákvæmni.
Hverju kvæði fylgir stuttur inngangur, þar sem handrit
kvæðisins eru flokkuð, athugasemdir gerðar um eldri út-
gáfur, stuðlasetningu, rím, hendingar, hljóðdvöl sérhljóða
og -ur fyrir -r í endingum orða.
Að jafnaði er bezta handritið (og elzta) prentað í heild
stafrétt og óaukið úr öðrum handritum, nema götótt sé eða
ólæsilegt á köflum. Orðamunur frá öðrum handritum er
prentaður neðamnáls.
Sá, sem þetta ritar, hefir ekki rannsakað nákvæmni út-
gáfunnar með samanburði við handritin. Slík rannsókn er
vissasta leiðin til að finna ónákvæmni þá, sem nærri óhjá-
kvæmilega loðir við verk af þessu tagi. En til þess að sú
rannsókn kæmi að tilætluðum notum yrði rannsóknardómar-
inn helzt að hafa til að bera eins mikla nákvæmni eða meiri
en útgefandinn, annars mætti búast við, að hann kæmi enn
nýjum villum á gang. Slíkur maður yrði að minni hyggju
vandfundinn meðal núlifandi fræðimanna íslenzkra. Eigi