Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 259
IÐUNN
Bækur.
253
þetta ætlun Nordals, að Snorri hafi sótt efni í Egila sögu
(ef hann er höfundur hennar) til þessa niðja Egils gamla.
Ritgerðunum fylgja útdrættir á ensku fyrir útlendinga.
Að mestu eru þeir skilmerkilega skrifaðir, en þó hefi eg rek-
ið mig á villur, sem misskilningi gætu valdið. Er betra að
hafa gát á þeim framvegis.
Stefán Einarsson.
Núma r ■ m u r, eftir SigurS Breiðf jörð. Þrið ja
útgáfa. Snæbjörn Jónsson, The English Book-
shop. Reykjavík, MCMXXXVII. lxiv, 270 bls.
í 4to. Með rithandarsýnishorni.
1.
Rímurnar eru firna gömul bókmentagrein. Alt frá 14. öld
og fram til vorra daga hafa rímur verið ortar og kveðnar,
og eru þær veigamesti þátturinn í íslenzkum bókmentum
mikinn hluta þess tímabils. Enda þótt rímurnar séu einhver
hin rammíslenzkasta bókmentagrein, er vér eigum, eiga þær
þó að nokkru leyti rót sína að rekja til hinna evrópsku dans-
kvæða miðaldanna. Hættirnir eru ýmist sprottnir upp af
háttum danskvæðanna eða hinni fornu runhendu, og að máli
og stíl eru rímurnar í beinu framhaldi af dróttkvæðunum.
Mansöngvarnir eru aftur á móti sóttir til hinna lyrisku dans-
kvæða. Danskvæðin voru ófullkomin að máli og brutu ein-
att íslenzkar bragreglur; útlend orð og rangar orðmyndir
voru tíð. Ef danskvæðin hefðu flætt yfir landið, er hætt við,
að öll tengsl við fornbókmentirnar hefðu rofnað, og þá er
ekki annað sýnilegra en vér hefðum tapað tungu vorri að
meira eða minna leyti. En svo fór ekki. Ný grein spratt upp
af árekstri útlends og innlends kveðskapar, suðræns og nor-
ræns. Nýtt líf kviknaði þar, sem hitinn og kuldinn mættust.
Það voru rímurnar, sem urðu tengiliðurinn í bókmentunum
og tungunni, varðveittu forn orð, kenningar og heiti, þjálf-
uðu hugsun manna og bjuggu ræktað skáldamál í hendur
snillingum 19. aldar, eins og t. d. Jónasi Hallgrímssyni.
Stöndum vér því, sem nú lifum, í mikilli þakkarskuld við
rímurnar. Hefir Sig. Nordal prófessor gert rækilega grein