Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 260
254
Bækur.
IÐUNN
fyrir því, hvernig rímurnar varðveittu samhengið í íslenzk-
um bókmentum, 1 inngangi íslenzkrar lestrarbókar.
f upphafi eru rímurnar einfaldar, bæði að bragarháttum
og búningi. Er fram líða stundir, breytast hættirnir, þeim
fjölgar og afbrigðin verða næstum óteljandi, eins og brag-
fræði Helga Sigurðssonar sýnir bezt. Það varð tízka, að
skáldin endursegðu sögurnar næstum óbreyttar. S'nilli þeirra
varð því mjög markaður bás, en það reyndu þeir að bæta
upp með dýrum háttum og reknum kenningum. Rímnaskól-
inn náði þannig feikna tækni á vissan hátt, en tæknin gekk
oft í öfuga átt á kostnað eðlilegs máls og skipulegrar hugs-
unar. Skáldunum varð þröngt undir stakki sem riddara, er
varla fær hreyft sig fyrir þungum herklæðum.
Rímurnar eru yfirleitt ekki mikill skáldskapur, þótt vitan-
lega séu margar einstakar rimnavísur vel kveðnar. Einstöku
tindar hefja sig þó upp úr flatneskjunni, t. d. Skíðaríma
(ort á 15. öld), Tímaríma Jóns Sigurðssonar (ort skömmu
eftir 1700) og Númarímur, og munu þær síðasttöldu standa
fremst allra rímna.
Það er ekki einvörðungu hér á landi, sem rímurnar höfðu
sitt hlutverk að inna af höndum, heldur hafa þær og marlc-
að spor nokkur í bókmentir Evrópu. Öhlenschláger og Tegnér
tóku að skifta um bragarhætti í söguljóðum sínum að dæmi
íslenzkra rímna. Öhlenschláger yrkir beinlínis undir rímna-
háttum (ferskeyttu, stafhendu og braghendu) og notar
hljóðrím eftir íslenzkum bragreglum í Harald Ilyldetand,
eins og þessi vísa sýnir:
Vendt var nu den vrede Hu,
vendt var Harm og Klage:
Kongen er en Kæmpe nu,
kiæk som i gamle Dage.
Marius Kristensen hefir sýnt fram á, að háttaskifti í sögu-
ljóðum eigi rót sina að rekja til íslenzkra rímna, í Danske
Studier (Om Oehlenschlágers ,,Helge“) 1918. Áður höfðu
þeir Rosenberg og Kölbing lauslega bent á þessi áhrif.
Sigurður Breiðfjörð hefir þegar í æsku lesið rímur og
drukkið í sig anda þeirra. Að mentun er hann millibilsmað-
ur. Hann er hvorki lærður né leikur, ef svo má segja. Hann