Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 263
IÐUNN
Bækur.
257
dals hrekur Sveinbjörn með samanburði við söguna, og tel
eg, að hann hafi sannað mál sitt með sýnishornum þeim, er
hann færir til. Sigurður hefði ekki getað þrætt svo nákvæm-
lega ýmis smáatriði í sögunni, ef hann hefði ekki haft hana
fyrir sér. Raunar skiftir þetta ekki miklu máli, en ekki skað-
ar að vita hið rétta.
Við samanburð á sögu Florians kemur það upp úr dúm-
um, að margir skáldlegustu kaflar rímnanna, sem flestir
hafa haldið að væru innskot Sigurðar sjálfs, eru runnir frá
sögunni. En þess verður að geta Sigurði til hróss, að þessir
lýrisku kaflar öðlast nýtt líf í höndum meistarans og taka
heimildinni stórum fram, t. d. upphafið á VII. rímu.
Helzt til mikið virðist mér Sveinbjörn gera úr rómantísk-
um áhrifum í skáldskap Sigurðar. Að vísu er auðvelt að
sýna slík áhrif frá einstökum kvæðum erlendum, eins og
Sveinbjörn gerir, en þar er fremur um einstakar stælingar
að ræða en sú stefna hafi haft heildaráhrif á kveðskap hans,
-og í rímum hans gætir hennar nálega aldrei. Annars er inn-
gangurinn hinn prýðilegasti og ritaður af næmum skilningi
og með vísindalegri vandvirkni.
Framan við rímurnar er prentaður formáli Sigurðar, er
fylgdi fyrstu útgáfunni af Núma rímum. Þessi útgáfa rímn-
anna er gerð eftir eiginhandriti Sigurðar, svo langt sem það
nær. Eftir það er fyrstu útgáfunni fylgt. S'tafsetningu hefir
verið breytt til samræmis við það, sem nú tíðkast. Þó eru
ýmsar rangar orðmyndir látnar haldast, þar sem rímið krefst
þess þó ekki. Þannig er nefnifalls-r látið haldast í allri beyg-
ingunni í ia-stofna orðum og sömuleiðis í orðunum Týr og
Freyr. Einnig eru orðin fótur og fingur oft beygð sem kven-
kynsorð í fleirtölu. Þessum myndum virðist mér óþarft að
halda, nema rímnauð reki til. Þetta er í raun réttri ekki sér-
stakt einkenni þess tíma, þegar rímurnar voru ortar. Svo mun
af flestum talað enn í dag, og myndi þó engum detta í hug
að gefa þannig út rit eftir alþýðumann, þótt svo stæði í
handriti hans. í raun og veru væri þá engu minni ástæða til
■að halda breiðum sérhljóða á undan ng. Því miður hafa
nokkrar prentvillur slæðst inn í textann.
Aftan við rímurnar eru skýringar yfir torveldustu vís-
urnar. Eru þær helst til stuttar, en auðvitað er gengið út
17
JÐUNN XX