Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 264
258
Bækur.
IÐUNN
frá því, að lesendur þekki einfaldar kenningar. Skýringarnar
eru góðar, það sem þær ná, og að minu áliti yfirleitt réttar.
Að vísu getur orkað tvimælis um einstaka skýringu, sem sízt
er furða, því að erfitt er að skýra einstakar rímur, þar sem
rímur eftir 1600 eru órannsakaðar og að mestu óprentaðar.
Eg er t. d. ekki fullviss um, að kenningin Mímis brúar
stjarna (XIX., 45) sé rétt skýrð. Eg mundi hafa haldið, að
brú væri hér sævarheiti, enda þótt mér hafi ekki tekist að
finna það í slíkum heitum, en sízt hefir þessi getgáta mín
meiri rétt á sér en hin skýringin, sem er skynsamleg, þótt
langt sé róið. Væri hin mesta nauðsyn, að gefa út úrval af
rímum eftir 1600. Er það ekki einungis mikilvægt vegna
bókmentasögunnar, heldur og vegna málsögunnar.
Yfirleitt má segja, að verkið sé prýðilega af hendi leyst
og þeim', er að því hafa unnið, til sóma, enda er þetta veg-
legasta útgáfa af rímum, er nokkru sinni hefir sést á landi
hér. Hefir útgefandi ekkert til sparað að gera hana vel úr
garði. Hins vegar er helzt til mikill braskarabragur á útgáf-
unni frá hendi hans. Rímurnar eru ekki gefnar út með það
fyrir augum, að sem flestir megi njóta þeirra. Verð þeirra er
í alt of litlu samræmi við pyngju almennings. Framan á bók-
inni er musteri eitt mikið, og á það er letrað : „Laudentur
libri“. í samræmi við útgáfuna ætti kostnaðarmaður að
lengja klausuna og segja: Laudentur libri ab electis (o: Bók-
unum sé hrósað af hinum útvöldu). Þó tekur út yfir allan
þjófabálk að sjá forsíðuna skreytta með nafninu: The English
Bookshop (eins og sjoppa er líka fallegt nafn!). Hvað ætli
menn annars segðu, ef Pétur Halldórsson auglýsti bókabúð
sína með nafninu: Den danske Boghandel. Þess er getið á
einu forblaðanna, að nokkur eintök séu prentuð á pergament-
pappír. Viðkunnanlegra hefði verið að sjá þar íslenzka orð-
ið bókfell. Jóhann Sveinsson frá Flögu.
2.
„Þegar rætt var um, að hinum nafntogaða fræðimanni og
snillingi, Sir William A. Craigie, skyldi af íslands hálfu sýnd-
ur einhver sómi á sjötugsafmæli hans (13. ágúst 1937), var
það ákveðið, að ráði Sigurðar prófessors Nordals, að þetta
yrði gert með því að gefa út Núma rímur í stórvandaðri út-