Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 265
IÐUNN
Bækur.
259
gáfu og tileinka hana hinum skozka vísindamanni, sem sjálf-
ur hefir gert hina beztu útgáfu, sem til er af rímum(Skotlands
rífnur)“. Þannig segir útgefandi frá tildrögum til útgáfu
þessarar merku bókar, sem tvímælalaust er hin fallegasta bók
og vandaðasta, sem komið hefir úr íslenzkri prentsmiðju (ísa-
foldarprentsmiðj a h.f.), og til maklegs sóma, eigi aðeins lá-
varðinum, heldur einnig öllum, sem að verkinu hafa staðið.
Hér skal eigi fremur dvalið við hinn íburðarmikla frágang
bókarinnar, sem sá, er þetta ritar, hefir ekki vit á að meta
til verðleika. En efnið er: Núma rlmur Sigurðar Breiðfjörðs,
með stuttum formála á ensku um rímur yfirleitt, eftir Sigurð
Nordal, og löngum inngangi, eítir Sveinbjörn Sigurjónsson
kennara, um æfi Sigurðar og Núma rímur, ásamt stuttum
skýringum.
Rímurnar hafa verið prentaðar eftir eiginhandriti höfund-
ar, með hliðsjón af fyrstu útgáfu rímnanna. Stafsetningit
höfundar er þó ekki haldið (það gerði Craigie í Skotlands rím-
um), heldur er vikið til nútíma ritháttar; þó er sérkennileg-
um orðmyndum haldið óbreyttum, elcki sízt í rími.
Eins og vænta mátti af Sveinbirni, sem lagt hefir sérstaka
stund á Sigurð Breiðfjörð og rit hans, er inngangurinn mjög
fróðlegur, auk þess sem hann er prýðilega vel skrifaður. Segir
hann hér sögu Breiðfjörðs réttar en áður hefir gert verið, og
sérstaklega grefur hann fyrir uppruna og rætur Núma rímna
frieð meiri nákvæmni en menn hafa áður átt að venjast. Sig-
urður yrkir Núma rímur í Grænlandi veturna 1831—32,
1832—33, að því er Sveinbjörn hyggur. Hann yrkir eftir
danskri þýðingu (J. K. Höst, 1792) af bókinni Numa Pom-
pilius, eftir franska höfundinn J. P. C. Florian (1786). Vegna
mismunandi efnismeðferðar i fyrra og síðara hluta rímnanna,
hafa sumir ætlað, að Breiðfjörð hafi týnt síðara hluta rímm
anna og ort þær upp aftur, aðrir (dr. Sigfús Blöndal), að
hann hafi ekki haft síðara bindi sögunnar við hendina, er
hann orti seinna hlutann. En Sveinbjörn sýnir, að hvorugt
mun á rökum bygt. Eru skýringar Sveinbjörns að öllu hinar
merkustu, og væri þess að óska, að hann skrifaði nýja bók
um Sigurð, þar sem öðrum verkum hans væri gerð eins góð
skil og hann gerir Núnia rímum hér. Annars er hér helzt vert