Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 266
260
Bækur.
IÐUNN
áð benda á greinargerÖ Sveinbjörna um tímamóta-einkennin
á ritum Breiðfjörðs og svo deilu hans við Fjölrvismenn.
Eins og geta má nærri um jafn-vandað verk, er prófarka-
lestur í bezta lagi, þótt eigi hafi með öllu tekist að útrýma
prentvillupúkanum af síðum bókarinnar. Hefi eg tekið eftir
tveim villum aðeins í viðbót við það, sem slcráð hefir verið af
útgefanda: bls. XXII, 12. lína að neðan Núma les Numa og
bls. LXIV, 11. lína að neðan BÞK les BKÞ.
Stefán Einarsson.
Dr. Jón Helgason, biskup: Meistari Hálf-
dan. Æfi- og aldarfarslýsing frá 18. öld. —
Reykjavík, E. P. Briem, [19361. 176 bls.
f samanburði við Hannes Finnsson virðist manni bókin um
Meistara Hálfdan vera dálítið rýr í roðinu. En þetta mun
ekki vera höfundarins sök, heldur virðist valda því sumpart
skortur á heimildum, sumpart kannske beinni æfiferill meist-
ara Hálfdanar og betra aldarfar á Hólum en í Skálholti. Lær-
dómsríkt er að bera saman sögu skólanna á biskupssetrunum.
Báðir eru í ótrúlegustu niðurníðslu, og er það ekki ofmælt,
er biskup kallar þá olnbogabörn stjórnarinnar um þetta leyti.
En undir stjórn Meistara Hálfdanar er friður í Hólaskóla,
þar sem úlfúð og ósamlyndi ríkja í Skálholtsskóla á biskups-
árum þeirra feðga, Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar.
Getur það verið, að óánægjan hafi verið landlæg í Hólavalla-,
Bessastaða- og Reykjavíkurskóla síðan á dögum Skálholts-
skóla? Hvað sem um það er, þá hefir Meistari Hálfdan sýni-
lega verið eins ágætur skólameistari eins og hann var dug-
andi rithöfundur. Saga hans „sýnir oss mannkostamann, sem
hefir tekist fagurlega að sameina í Iífi sínu þetta tvent, að
vera árvakur embættismaður og kyrlátur vísindamaður".
Bókin er, í styztu máli, ágætur fengur og góður viðbóti við
sögu 18. aldarinnar. Á biskup þakkir skyldar fyrir að skrifa
hana og E. P. Briem fyrir að gefa hana út í fallegu og vönd-
uðu formi. Stefán Einarsson.
Rit Jónasar Hallgrímssonar I., 1------------
V., 1. Rvík, ísafoldarprentsmiðja h.f., 1929—’36.
Það er mikið verk og merkilegt, sem Matthias fornminja-
vörður Þórðarson hefir leyst af hendi í útgáfu þessara fimm