Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 268
Í62
Bækur.
IÐUNN
Dægradvöl Gröndals og önnur minni háttar rit og ritgerðir.
Og um leið er hún eins konar skýring við heimildirnar, vér fá-
um að vita, á hvaða árum Jónas orti kvæði sín, í hvaða ald-
ursröð og loks tilefni þeirra, ef það er kunnugt. Vér fylgjum
störfum Jónasar ár frá ári, ferðalögum hans, veikindum og
fyrirætlunum hans. Sumum kynni að virðast, að hlutur kvæð-
anna væri noklcuð fyrir borð borinn í samanburði við ómerki-
leg æfiatriði; svo er nú ekki, en hitt er satt, að með því fyrir-
komulagi að segja æfisöguna afdráttarlaust, ber minna á
kvæðunum, sem dreift er innan um hana; sum árin orti Jónas
alls ekki neitt. Yfirleitt ætla eg, að menn fari lítt í geitarhús
að leita sér ullar þar, sem þessi æfisaga Matthíasar er, en þó
eru ýmsar upplýsingar sýnilega geymdar athugasemdunum,
sem enn eru óprentaðar. Geta má og þess, að eg leitaði ár-
angurslaust að svari við spurningum þeim, sem fyrir mér
yöktu um Gamanbréf Jónasar (sbr. SJcími 1935, CIX, 145 o.
áfr.), vonandi leysa athugasemdir Matthíasar frekar úr þeim.
i Því skyldi að lokum ekki gleymt, að þakka útgefanda, ísa-
foldarprentsmiðju, fyrir ágætan ytra frágang á þessum rit-
um Jónasar. Stefán Einarsson.
Héraðssaga Borgarf jarSar I. — Á
lcostnað útgáfunefndar. Reykjavík, 1935, 480 bls.
Þetta er mikil bók og merkileg; er meirihluti hennar þættir
úr menningarsögu héraðsins frá því um miðja 19. öld, rit-
aðir af hinum borgfirzka bændaöldungi og fræðimanni Krist-
leifi Þorsteinssyni á Stóra-Kroppi. Sem inngang að þessum
þáttum skrifa þeir Pálmi Hannesson, rektor, og Guðbrandur
Jónsson, prófessor, sina greinina hvor, hinn fyrnefndi um
jarðsögu héraðsins, hinn síðarnefndi um sögu Borgfirðinga
frá landnámstíð til 1800. Er þar að vísu nokkuð fljótt yfir
sögu farið, enda kveðst höfundur eigi fremur en aðrir geta
komið því í legil, sem að réttu lagi fylli tunnu.
Annars eru þættir Kristleifs hryggjarstykki bókarinnar, og
mun mörgum matur í þykja. Leggur hann þar alldrjúgan
skerf til Þjóðhátta séra Jónasar Jónassonar. Þess skal getið,
að hann kveðst miða sögu sína við efnamenn og bjargálna,
því þeir hafi verið í meirihluta á síðari hluta aldarinnar.
Annars eru þættirnir fleiri en svo, að hér verði upp taldir;