Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 269
IÐUNN
Bækur.
263
ræðir hann í þeim héraðið, f jöllin og árnar, veðráttu, búskap,
húsdýr, heimilisiðnað; húsbændur, hjú og heimilisbrag; veiði-
farir og viðarkolagerð, sjávarútveg og vermenn, Ameríku-
ferðir, alþýðumentun og æðri mentun, kirkju og kirkjusókn,
o. s. frv. í öllum þessum þáttum er, auk menningarsögunnar,
mikið af persónusögu héraðsins, enda eru sumir þættirnir
helgaðir henni sérstaklega, eins og þættirnir frá Húsafelli og
Húsafellsprestum og frá Reykholtsprestum; en út klylckir
höfundurinn með kafla um einkennilega menn.
Kristleifur skrifar kjarnamál, en þó létt og læsilegt, svo að
lesandinn unir sér vel við þætti hans. Eiga Borgfirðingar ail-
miklar þakkir skilið fyrir það að koma þáttunum og héraðs-
sögunni svo myndarlega á framfæri. Bókin er prýdd mörgum
góðum myndum, gefa sumar þeirra ágæta hugmynd um hina
margbreyttu borgfirzku náttúru. Minna mætti útgáfunefnd-
ina á, að láta registur við bæði bindin fylgja hinu seinna, til
að létta mönnum aðgang að fróðleik bókanna.
Stefán Einarsson.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Vestmenn. út-
varpserindi um landnám íslendinga í Vesturheimi.
Reykjavík, 1935 (ísafoldarprentsmiðja h.f.).
263 bls.
Þessi bók hefir verið dæmd og hlotið að verðungu góðan
dóm af manni, sem kunnugri er Vestur-íslendingum en eg er:
prófessor Richard Beck. Og þar sem hún er útvarpserindi,
má gera ráð fyrir, að hún sé betur auglýst heima á íslandi
«n svo, að það taki því, að láta Iðunni flytja fregnir um
hana til alþýðu manna. Samt get eg ekki stilt mig um að
gefa henni meðmæli mín og þakka höfundi fyrir verkið. Með
því hefir hann flutt Vestur-íslendinga aftur austur um hafið,
flutt þá heim. Og eins og hann segir réttilega, hvar á æfin-
týrið um þá að geymast, ef ekki heima?
Galli er það á bókinni, að registur vantar, en þó bætir ít-
■arlegt efnisyfirlit að mestu úr því. Stefán Einarsson.
Álit og tillögur Skipulagsnefndar at-
vinnumála I. Rvík, 1936.
í ágústmánuði 1934 var, eins og kunnugt er, skipuð fimm