Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 272
266
Bækur.
IÐUNN
Eftir þessu að dæma fer því fjarri, að enn séu þarna öll
kurl komin til grafar. Meira blóð í kúnni, sagði karlinn.
Á. H.
Iceland 193 6. A handbook published on the
Fiftieth Anniversary of the National Bank of
Iceland. Edited by Thorsteinn Thorsteinsson.
Third Edition. Rvík, 1936.
Þetta er þriðja útgáfa handbókar þeirrar fyrir útlendinga,
•er Landsbanki íslands gaf út í fyrsta sinn 1926. Útgáfan er
nokkuð aukin og færð til samræmis við nútímann. Ritstjóri
•er eins og áður Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri.
í bók þessari er saman kominn mikill og margháttaður
fróðleikur um land og þjóð. Hún hefst á landfræðilegu ágripi
og yfirliti um náttúru landsins eftir Þorkel Þorkelsson veður-
stofustjóra, og þar á eftir fer kafli um fólksfjölda, mann-
fjölgun og annað, er þar til heyrir, eftir ritstjórann. Þá taka
við kaflar um stjórnarfar og löggjöf (eftir Ólaf Lárusson
prófessor), um fjárhag ríkis og bæja og annar um íslenzkan
landbúnað, báðir eftir ritstjórann. Georg Ólafsson banka-
.stjóri skrifar um sjávarútveginn og annan kafla um fjármála-
atofnanir landsins, þá ritstjórinn um iðnað og iðju, um verzl-
un, um samgöngur, um ástand og þróun félagsmála (löggjöf
um þau efni, opinbera framfærslu, tryggingar o. f 1.), um trú
•og kirkju, um mentunarástand og skólamál, um þjóðleg tákn
(fána, orður, mynt o. fl.) og um stjórnmálaflokka í landinu.
Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður, ritar langan
kafla um íslenzkar bókmentir, Halldór Jónasson um fagrar
listir, Ólafur Lárusson um réttindi útlendra manna á ís-
landi og Stefán Stefánsson um ísland sem ferðamannaland.
Loks er ártalaskrá um markverðustu atburði í sögu landsins
og skrá yfir bækur varðandi íslenzk efni á ýmsum tungu-
málum.
Bókinni, sem er hið bezta úr garði gerð, fylgir kort af
landinu. — Má óhætt fullyrða, að hver sá útlendingur, sem
les þessa bók með gaumgæfni, verði að loknum lestri ekki
nlls ófróður um land og þjóð — að vissu leyti jafnvel góð-
um mun fróðari en margur heimamaðurinn. Á. H.