Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 274
268
Bækur.
IÐUNN
V i S a r. Ársrit íslenzkra héraðsskóla. I. ár. Rit-
stjóri Þóroddur GuSmundsson. Akureyri, 1936.
Það mun ætlunin, að rit þetta komi út árlega, og eru það
héraðsskólarnir, sem standa að því í sameiningu. í inngangs-
orðum kemst ritstjórinn svo að orði meðal annars: „Ritið á
fyrst og fremst að veita skólunum, sem að því standa, aukið
gengi til gagns fyrir þá sjálfa. Það á að efla félagsskap og
áhuga kennaranna, ekki einungis fyrir mentamálum, heldur
og öðru því, er gildi hefir. Það á að kynna starf skólanna
þeim, sem um það vilja fræðast, samrýmá þá og nálægja
hvern öðrum. Loks er svo til ætlast, að það flytji fréttir um
menningarmál utanlands frá“.
Rit þetta er um 200 bls. að stærð, laglegt að öllum frá-
gangi og prýtt fjölda mynda af forvígismönnum héraðsskól-
anna og kennurum, svo og skólabyggingunum o. fl. Lesmál-
ið er bæði mikið og fjölbreytt. Fyrst er stutt greinargerð
um skólana, hvern fyrir sig — að Eiðaskóla undanskildum.
Lengst er dvalist við Núpsskólann í Dýrafirði; er hér um bil
þriðjungur ritsins helgaður honum einum. En hann er elzt-
ur þessara skóla, átti þrítugsafmæli á sama árinu og „Viðar“
hefur göngu sína. Jóhannes Davíðsson, bóndi í Hjarðardal,
rekur sögu skólans í allítarlegu máli, Ásgeir Ásgeirsson,
fræðslumálastjóri, skrifar stutta, en greinagóða ritgerð um
séra Sigtrygg Guðlaugsson, þann mæta mann, er stofnaði
skólann og hefir verið hans aðalkraftur fram á síðustu ár.
Margir fleiri skrifa þarna um Núpsskóla. — Þá koma rit-
gerðir um önnur efni. Jónas Jónsson skrifar um héraðsskól-
ana og framtíð þeirra, Jón Sigurðsson frá Yztafelli um nám
og einnig um Högna Þorsteinsson frá Bessastöðum við Hrúta-
fjörð, óvenju gáfaðan ungling og mannsefni, sem varð ekki
aldurs auðið, Þórður Kristleifsson skrifar um söngnám í
skólum, Konráð Erlendsson um sumarferðir kennara, auk
minninga frá Danmörku, Guðmundur Gíslason um viðhorf
æskunnar, Þórir Steinþórsson um þjóðemi og ættjarðarást
og ritstjórinn um myndlistina og skólana, auk ýmsra skóla-
nýjunga frá Norðurlöndum. Að lokum er útdráttur úr skóla-
skýrslum og fréttir af nemendum.
Eins og sjá má af upptalningu þessari, er hér um marg-
háttað efni að ræða. Og alt er það sæmilega ritað, læsilegt.