Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 276
270
Bækur.
IÐUNN
En í heild sinni er bókin höfundi og útgefendum til sóma
og verður eflaust vinsæl, þar sem svo víða er gripið á deilu-
mál dagsins í henni. Stefán Einarsson.
II. Ljóð.
Guðmundur BöSvarsson: Kysti mig sól.
Ljóð. Reykjavík, Ragnar Jónsson, 1936, 101 bls.
Af Sögu Borgfirðinga, sé eg, að Guðmundur er ofan úr
Borgarfirði, en meira veit eg ekki af sjálfum honum að
segja annað en það, sem ljóð hans gefa bendingar um. Tit-
illinn gæti og gefið tilefni til að halda, að hér væri lof sung-
ið sól og sumri, en svo er elcki, nema óbeinlínis. Skáldið
saknar hvors tveggja, enda segir hann „kysti“, ekki „kyssir“.
Hans sumar er horfið, og hann lifir á hausti, þrungnu óveð-
ursskýjum og illum vetrarspám. Eitt kvæði botnar hann með
hinu gamalkunna viðlagi Þórðar Andréssonar: „mínar eru
sorgirnar þungar sem blý“. Og síðasta kvæðið í bókinni: „Ok
velkti þá lengi í hafi“, er um vonir og vonbrigði skipverja,
sem þykjast sjá hið langþráða land, en úrslitasvarið er: „Það
var ekkert land“. Þetta ágæta kvæði, eins og raunar mörg
önnur, gefa grun um, að skáldið, sem að eðlisfari virðist
vera rómantískt, uni illa hag sínum við kaldan realisma nú-
tíðarinnar. Það er líkast því sem óróleiki æskublóðsins taki
höndum saman við ósamræmi aldarinnar um að kvelja skáld-
ið og knýja það til söngs. Því er ekki að kynja, þótt söngv-
arnir verði flestir í moll. Þeir geta stundum mint á molltóna
annars og eldra skálds: Einars Kvarans. Og það er ýmislegt
fleira líkt með þeim. Báðir fylla framsóknarflokk sinna
tíma, flokk, sem enn þá stendur á fyrsta stigi sínu, stigi nið-
urskurðar hins gamla. En hvorugur er bardagamaður, þeir
segja ekki hug sinn hreint og beint, ef til vill af því, að ef-
inn liggur eins og Beygur á bak við. Þar með er eklci sagt
að kvæði eins og „Til þín Mekka“ og „Spánskt kvæði frá
17. öld“ tali ekki sínu máli jafn-skýrt eins og þó þar hefði
staðið Moskva og 20. öld. En auðkenni skáldsins er íhygli,
strengd milli ótta og vonar. Hér er ekki ástæða til að spá
neinu um þroskabraut skáldsins. Vonin kynni að vaxa sig
sterka í jafnvægi fullorðins-áranna. Svo fór Einari Kvaran.