Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 277
IÐUNN
Bækur.
271
En meðan von og ótti lifa jafn-sterku lífi og nú gera þau í
brjósti skáldsins, virðist skýrt, að þaðan megi enn vænta
margra lifandi ljóða. Stefán Einarsson.
Magnús Ásgeirsson: Þýdd I j ó 8, V. Bóka-
deild Menningarsjóðs. Rvík, 1936.
Það er fimta heftið að ljóðaþýðingum, sem Magnús Ás-
geirsson hefir nú sent á markaðinn. Hefir hann verið mikil-
virkur að því starfi undanfarin ár, og ekki orkar það tví-
mælis lengur, að hann þýðir allra manna bezt þeirra, sem
nú eru uppi hér á landi. Síðasta (IV.) heftis var getið í Ið-
unni í fyrra — lofsamlega, svo sem maklegt var. Það var
óvenjuleg bók, kvæðin hvert öðru glæsilegra. Nokkuru dauf-
ara virðist mér yfir þessu hefti. Snillingstök þýðandans eru
að vísu þau sömu, en kvæðin ekki eins jafn-glæsileg. Ef til
vill hefir Magnús í þetta skifti þreifað nær botninum en áð-
ur i Ijóðaslcrínu sinni. Þó er hér ýmislegt góðra kvæða (og
lítil ástæða til óánægju), og hefir sænsk ljóðagerð orðið
honum drýgst til fanga eins og fyr. Þýðir ekki að romsa upp
höfunda- eða kvæðanöfn því til sönnunar. Og miklu víðar
hefir Magnús seilst til aðdrátta. Meðal annars staðnæmdist
eg við nokkur mjög sérkennileg kvæði eftir þýzka skáldið
Franz Werfel. Þarna er líka að finna „Rubáiyát“ eða fer-
hendur Omars Khayyám í þýðingu Magnúsar, sem einnig
hafa verið gefnar út í sérstakri skrautútgáfu (Heims-
kringla?), sem eg að vísu hefi ekki séð. Getur Ómar sálugi
ekki kvartað undan því, að hér úti á íslandi hafi honum ekki
verið sómi sýndur, því nú hafa eigi færri en þrír íslenzkir
ljóðasmiðir spreytt sig á vísum hans. Einar Benediktsson
birti, eins og kunnugt er, þýðingu á þeim í ljóðasafninu
„Vogar“ (1921), og um svipað leyti kom þýðing Eyjólfs
Melan í Iðunni, VII. árg. (1921).
Aftan við ljóðin eru í þessu hefti „Nokkrar skýringar"
við IV. og V. hefti og einnig höfundaskrá, er tekur yfir öll
heftin, með nokkrum upplýsingum um hvern fyrir sig. Sið-
ast er á nokkrum blaðsíðum gerð grein fyrir æfiferli Omars
Khayyám, lífsstarfi hans og þeirri frægð, sem ferhendur hans
hafa hlotið. Á. H.