Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 278
272
Bækur.
IÐUNN
Alexandcr Block: Hinir tólf. Magnús Ás-
geirsson íslenzkaði eftir þýzkum og enskum
texta. Bókaútgáfan Heimskringla. Rvík, 1936.
Enn einu snildarverki heimsbókmentanna hefir Magnús
Ásgeirsson snarað á íslenzku — einu hinna stærstu og sér-
kennilegustu frá þessari öld. Það er ljóðaflokkur i tólf þátt-
um eftir rússneslca skáldið Alexander Block (1880—1921),
þar sem hann í ótrúlega kyngimögnuðum svipmyndum gef-
ur innsýn í byltinguna rússnesku. Kvæðaflokk þenna orti
,hann í janúar 1918, „með vábresti hrynjandi veraldar fyrir
eyrunum", eins og hann komst að orði sjálfur. Það er sagt,
að hann hafi ort kvæðaflokkinn á einni nóttu, en sennilega
er það ekki annað en þjóðsaga.
Drífa og stormur dansa ótt . . .
Tólf á göngu um grimma nótt.
Við sjáum tólf hermenn ganga um götur hálfeyddrar borg-
ar um nótt, í frosti og mjallroki. Þeir eru úr rauða hern-
Tim, tólf postular byltingarinnar. Þetta eru engir dýrling-
ar, síður en svo. Þeir hafa unnið voðaverk og vinna þau
einnig þessa stormnótt. „Svört eru verk þau, sem sagt er
frá: rán, brennur, morð. S'vartar eru sálir mannanna, sem
með blóðugum höndum bera hinn blóðuga, rauða fána út í
lífið; þeir svala reiði sinni, ræna til að ræna, drepa af hroka,
i eigingjörnum tilgangi, af lágum hvötum“.
Við fjörgum með blýi, börnin smá,
blóðið í heilagri Rússíá.
Hatur, þungbúið hatur,
heldur á brugðnu sverði . . .
myrkt og heilagt hatur . . .
„Æðið, sem rekur þá áfram, er „myrkt hatur“ og um leið
„heilagt hatur“ — baráttan gegnum nótt og dauða til ljóss
og lífs . . . Það streymir niður í hin hryllilegu undirdjúp og
upp á hátinda endurfæðingar þeirra og flæðir út í þann kær-
leika, sem Kristur boðaði“.
„Þannig er Kristur einnig 1 þessu kvæði. Og meira: Kvæð-