Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 280
274
Bækur.
IÐUNN
andinn skipar þeim fyrst á bekk. Stephan G. Stephansson
telur hann standa jafnfætis beztu kanadiskum skáldum, er
ort hafa á enska eða franska tungu, og muni jafnvel, er
stundir líða, verða talinn fremstur þeirra.
Þýðingar hinna íslenzku ljóða eru allmisjafnar að gæðum.
Enda þótt eg, sem þetta rita, hafi ekki næga þekkingu á
enskri tungu, virðist mér allmikillar ónákvæmni og mis-
skilnings gæta sums staðar í þýðingunum, sem raunar má
búast við, enda er ekki við lambið að leika sér að þýða kvæð-
in, t. d. kvæði Stephans G. Stephanssonar. Meðal annars
þýðir Kirkconnell Greniskóginn eftir Stephan, sem heitir á
enskunni The spruce forest. Kvæðið virðist tapa sér allmik-
ið í þýðingunni. Hinar sterku líkingar brotna, verða svip-
litlar eða þeim er slept, og hið tvöfalda sjónarmið skáldsins,
náttúran og mannlífið, kemur ekki skýrt fram. Til saman->
burðar set eg hér 4. erindið í kvæði Stephans:
Samt þú vóxt og varðst svo há,
viðir laufi klæddir
— sem þó vóru ofan á
undirhleðslum fæddir —
teygja sig þinn topp að sjá,
teinar veðurmæddir.
I þýðingunni er það svo:
Yet thou mountest undismayed,
meetly dressed in patient green —
born to burdens, dolors laid
brutally, with anguish keen,
on thy shoulders; still unshamed
shake thy crests in peace serene.
Að eins fyrsta ljóðlínan er rétt þýdd; hitt er úr alt ann-
ari átt. En þess ber að gæta, að kvæðið er mjög þungt, jafn-
vel fyrir íslendinga, og líkingar þess eru rammislenzkar, svo
að erfitt mun að ná þeim vel í þýðingu. Eigi að síður eru
þessar þýðingar mjög góðra gjalda verðar, og má segja, að
próf. Kirkconnell hafi færzt menningarlegt stórvirki í fang
með hinum íslenzku ljóðaþýðingum fyr og nú. Megum vér