Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 281
IÐUNN
Bækur.
275
íslendingar vera honum þakklátir fyrir að kynna skáldskap
yorn fyrir enskum lesöndum, og ekki sízt fyrir það, hve há-
an sess hann skipar íslenzkum skáldum.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
Jóhannes úr Kötlum: Hrímhvíta móðir.
Söguljóð. Heimskringla h.f. Reykjavík, 1937.
Jóhannes úr Kötlum varð fyrir snöggum breytingum fyrir
nokkrum árum. Þetta mjúklynda og hógværa náttúruskáld
kom þá alt í einu fram sem eldheitur byltingamaður og mál-
svari alls þess, sem borið er fyrir borð í mannheimi. Það var
kominn í manninn gustur og beiskja, sem fyrstu Ijóð hans
og bækur gáfu ekkert, eða lítið, til kynna um, að í honum
byggi. í fyrstu fór svo, að þetta nýja lifsinnihald virtist ætla
að bera skáldið ofurliði. Það sprengdi form hans og allan
stíl. Það bar hann óralangt út fyrir svið þeirrar bókmenta-
legu erfivenju, sem hann var vaxinn upp úr. Hann varð að
afneita fortíð sinni. Og Jóhannes afneitaði fortíð sinni eins
og endurfæddur maður. En það er miklu auðveldara að af-
neita fortíð sinni en eðli sínu, og það verður ekki sagt, að
Jóhannesi tækist það. Sem betur fór, liggur manni við að
segja. Jóhannes átti þá um hríð í baráttu við skáldeðli sitt
og skrifaði í þeim umbrotum langa skáldsögu: Og björgin
klofnuðii. Það var léleg bók, og mun Jóhannesi nú orðið vel
vært að heyra það. Það klofnuðu engin björg í þeirri bók,
maður hafði á tilfinningunni, að höf. væri einhvern veginn
ekki dús við sjálfan sig og þaðan af síður við lesendurna.
En þessir dagar eru löngu liðnir, og Jóhannes úr Kötlum
er aftur orðinn dús við sjálfan sig. Hann hefir engu glatað
af því nýja lífsinnihaldi, sem um tíma virtist ætla að verða
listrænum vinnubrögðum hans ofurliða. En hann hefir nú
unnið þetta lífsinnihald til samræmis og sættar við skáld-
eðli sitt og þau ljóðrænu vinnubrögð, sem honum eru eigin-
leg. Hann er ekki lengur í molum. Átökin innra hefir lægt,
og nú sér Jóhannes atburði og menn með ró hins þroskaða
manns. Og ekki nóg með það. Mér virðist þessi bók Jóhann-
esar vera bezt unnin, — bezt kveðin allra bóka hans.
Þetta eru lcvæði úr sögu íslenzkrar þjóðar — ljóð um þá
menn og atburði, sem dýpst spor hafa markað í frelsis- og