Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 282
276
Bækur.
IÐUNN
menningarbaráttu íslenzkrar alþýðu og kjör og hag þessarar
alþýðu niður í gegnum aldirnar, einkum olnbogabarna lífs-
ins. Þetta eru með öðrum orðum nútíma ættjarðarljóð, og
það er eitthvað karlmannlegt og hressilegt við það að taka
sig til og yrkja heila bók um þessi efni, og ólíkt hugðnæm-
ara að lesa og girnilegra til uppbyggingar en að heyra um
það nú 1 108. sinn, hvað einhver Páll tekur út innvortis, af
því að hann fær ekki einhverja Erlu eða Guddu. Ljóðin eru
mörg stórfengleg og fögur og búa yfir mildri alvöru, en
beiskja umbrotaáranna er horfin.
Eg vil ekki fara að eyða rúmi Iðunnar með því að tilfæra
dæmi, því auðvitað lesa menn bókina. Eg vil aðeins þakka
höfundinum fyrir hana og óska honum til hamingju með
karlmannlegt og vel unnið verk.
Sigurður Einarsson.
Jón úr Vör: Eg ber aö dyrum. Ljóð.
Rvík, 1937.
Jón úr Vör er barnungur maður, og þetta er hans fyrsta
ganga á skáldaþing. Hann lætur heldur ekki mikið yfir sér,
bókin er lítil og þunn, átján smákvæði og búið. Stórbrotinn
skáldskapur er það ekki, sem hann hefir að fara með, nokkr-
ar myndir úr daglegu lífi alþýðunnar og nokkrar Ijóðrænar
æskustemningar. Hann færist ekki meira í fang en hann ræð-
ur við. En af þessum átján kvæðum er að mínum dómi eklci
eitt einasta, sem hægt er að segja að sé misheppnað. Mynd-
irnar úr daglega lífinu eru bæði skýrt dregnar og raunsann-
ar (Eg ber að dyrum, Sumardagur í þorpinu við sjóinn,
Amstur o. fl.). Og hinar ljóðrænu stemningar eru snotrar
og meira en það, sumar þeirra eru beinlínis fallegar (Er
vorið nálgast, Æska, S'ólskin o. fl.). En það er ekki fyrst og
fremst skáldlistin, sem gerir þessa litlu bók hugþekka hverj-
um, sem les hana. Það er maðurinn, sem við eygjum á bak
við ljóðlínurnar: opinn, barnslegur hugur, hógvær, falslaus
og góður, laus við beiskju og úlfúð, þrátt fyrir erfið kjör,
fullur fagnaðar og gleði yfir lífinu, sem liggur fram undan.
Það er eitthvað ósegjanlega elskulegt og ungt við þessa bók.
í kvæðinu „Sólskin” réttir hann að lesandanum þessa hug-
þekku og vafalaust sönnu mynd af sjálfum sér: