Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 283
IÐUNN
Bækur.
277
Eg ætlaði að yrkja um sólskin,
en eg var svo loppinn af kulda,
að kuldinn að sál minni settist,
og svo varð ljóðið um kulda.
Eg gat ekki að þessu gert.
En strax þegar sólskinið syngur
í sál minni, verður minn óður
um það. Og er hönd mín hitnar,
er hugur minn bjartur og góður.
Eg get ekki að þessu gert.
Svona er Jón úr Vör, svona hlýtur hann að vera. Hann
hefir vafalaust oft fundið kulda fátæktar og umkomuleysis
setjast að sál sinni — um stund. En það varir ekki lengi.
Undir eins og sólin skín, er hugur hans aftur bjartur og
góður. Náttúrubarn, sem fagnar lífinu, enn ómerkt af mein-
rúnum þess og með ótvíræða ljóðgáfu að veganesti. Hvað
gerir svo lífið úr honum? Á. H.
III. Sögur og sagnir.
Halldór Kiljan Laxness: Ljós Heimsins.
Reykjavík, Bókaútgáfan Heimskringla, 1937,
237 bls.
Með sögunni um fiskiþorpið (Salka Valka) vann Laxness
sér almenna lýðhylli heima á Islandi, hylli, sem var sterkari
en svo, að óánægja manna með Sjálfstætt fólk, söguna um
einyrkja sveitarinnar, gæii unnið svig á henni. Þó er ekki
við það að dyljast, að í þeirri sögu beitti Laxness hættulega
nærri vindi lýðhyllinnar, þar sem kalla mátti, að hann skæri
á líftaug íslenzkrar rómantíkur, trúna á bóndann og sveita-
menninguna. Eg spái því, að færri raddir rísi öndverðar gegn
þessari nýju bók hans, og það enda þótt þar sé vegið í sama
knérunn og áður. Fyrir rúmum 11 árum skrifaði Þórbergur
Þórðarson (Bréf til Láru, bls. 128—133) stutt en gagnort
yfirlit yfir sögu þeirra manna, „sem hafa fórnað sér fyrir
andlegt líf hér á landi“ í skjóli hinnar svonefndu bænda-
menningar. Menn eins og Bólu-Hjálmar, Sigurður Breið-