Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 285
IÐUNN
Bækur.
279
alt skáld, sem deyr með nafn Guðmundar Grímssonar Grunn-
víkings á vörunum. Hver er Guðmundur Grímsson Grunnvík-
ingur? Fjandinn hann Gvendur, sem aldrei nenti að vinna
fyrir sér né öðrum, segir húsfreyja. Mesti meistari og spek-
ingur, sem uppi hefir verið á Norðurlöndum, segja fræði-
mennirnir. Annar Gísli Konráðsson eða Sighvatur Borg-
firðingur.
Alt í einu rofar til í æfi Ó. Kárasonar Ljósvíkings. Hann
er fluttur á kviktrjám á sveit sína, þorpið, þar sem Guðm.
Grímsson Grunnvíkingur á heima. Á leiðinni er komið við
hjá Þórunni á Kömbum, og hún læknar hann með straum-
og skjálftalækningu og aðstoð Friðriks huldulæknis. Heill
heilsu siglir Ó. Kárason Ljósvíkingur yfir fjörðinn, yfir í
hina gullnu borg ókunna landsins. Slíkan auð vona hefir
hann aldrei átt. Ef til vill á hann eftir að verða fyrir von-
brigðum í næsta bindi.
Kristinn Andrésson hefir oft bent á það, að söguhetjur
Laxness eru ótímabundnar. Bjartur er hinn íslenzki einyrki
á öllum öldum. Hann er týpan, risavaxið tákn þessarar mann-
tegundar. Á sama hátt er Ó. Kárason Ljósvíkingur tákn al-
þýðuskáldsins, frá því að höfðingjar hættu að rita sögur til
vorra daga. Eins og list hans er hann sjálfur fyrirlitinn af
flestum, þótt fáeinir taki hann í guðatölu. Tímaleysi hans
■er gefið í skyn með þvi að tengja hann við tímaskökk fyrir-
brigði, eins og rímur Snorra á Húsafelli, Breiðfjörð, Felsen-
borgarsögurnar og Friðrik huldulækni. En þrátt fyrir tíma-
.skekkjur og aðrar syndir gegn kröfum veruleikalistar tekst
Laxness að blása lífi, sterku lífi í heim þann, er hann opnar
sjónum vorum. Listamanninum bregzt ekki bogalistin.
Stefán Einarsson.
Guðmundur Gíslason Hagalín: Virkir dag-
a r. Saga S'æmundar Sæmundssonar skipstjóra,
skráð eftir sögn hans sjálfs. Fyrra bindi. Reykja-
vík, ísafoldarprentsmiðja h.f., 1936. 347 bls. með
litmynd.
Eins og eg bcnti á í groin í ISunni fyrir nokkrum árum, þá
var það snemma mark Hagalíns og mið „að fara inn í hvert
hús, hvern bæ, hvert hreysi“ til þess að viða að sér í þá