Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Qupperneq 286
280
Bækur.
IÐUNN
þjóðarlýsingu, er seinna gæti orðið sjálfri þjóðinni skuggsjá
og lýsandi dæmi til eftirbreytni. Og Hagalin hefir haldið
furðu fast við þessa stefnuskrá sína. Einna fyrst leiddist
athygli hans að sjómönnunum, eins og eðlilegt var um mann
úr fornu sjómannaplássi, sem verið hafði sjómaður sjálfur.
Mega mönnum vera minnisstæðar smámyndir þær, er hann
hefir brugðið upp af lífi hinna vestfirzku sægarpa.
Nú tekur Hagalín sér fyrir hendur að fylgja einum slík-
um sægarpi, gömlum hákarlaformanni, frá vöggu til —
þessa dags, því karlinn á víst enn langt ófarið til grafar.
Þetta er að vísu gamall kunningi, því Theodór Friðriksson
hefir nokkuð frá honum sagt í Hákarlalegum sínum. En saga
Hagalíns sýnir, að margt var enn ósagt, sem bæði er merki-
legt og skemtilegt aflestrar, úr æfintýrum sjóhetju þessarar.
Bókin er skrifuð eftir sögn Sæmundar sjálfs, en það er
auðséð, að frásögnin hefir engu tapað við að fara gegnum
hendur Hagalíns, og er mörg skrítlan prýðilega sögð hjá
þeim félögum í sameiningu. Hins vegar hefir svona nákvæm
æfisaga auðvitað ekki komist hjá þvi að steyta á skerjum
endurtekninga og lítilsverðra aukaatriða, eins og til dæmis
upptalningu fjölda manna, sem annars koma fremur lítið
við sögu. En gallarnir eru minni en kostirnir, og er merki-
legt að taka eftir því, hve margt af þessu fólki, sem Sæmund-
ur segir frá, stendur lifandi fyrir hugskotssjónum manna
að lýsingunni lokinni, þótt stutt væri. Eg skal nefna eina
manninn, sem eg kannaðist við í bókinni: Eyjólf illa. Lýs-
ingin á honum er nákvæmlega eins og hún gekk manna á
milli í minni sveit, Breiðdal í Suður-Múlasýslu, þegar eg var
að alast upp. Hann var stundum á ferð með póstinum og gisti
þá víst hjá foreldrum mínum, en eg man lítið um hann ann-
að en það, að eg hafði beyg af honum fyrir sögurnar, sem
af honum gengu. Sagt var, að hann ætti konu þá, er Ragn-
hildur hét, og léki sér að því að skipa henni og hafa í hót-
unum við hana: „Segðu sex, Ragnhildur . .. Segðu sex! . . ■
Nú, ætlarðu ekki að segja sex, helvítis. . . !“ „Til hvers á eg
að segja sex? . . . Æ, sex þá; mikil ódæmi eru að vita hvurn-
in þú getur látið“.
Sæmundur hefir auðvitað ekki heyrt þessa sögu. En hann
kann aðrar. Það leiðist engum, sem les hann. Auk þess er