Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 287
IÐTJNN
Bækur.
281
bókin hreinasta gullnáma fyrir hið norðlenzka sjómannalíf,
ágætlega til þess fallin að fylla í eyðuna í Islenzkum þjóð-
háttum. Og hafi nú Sæmundur sjálfur og Hagalín og útgef-
andi þökk fyrir bókina. Stefán Einarsson.
Kristmann GuSmundsson: L a m p i n n. Skáld-
saga. Ólafur Erlingsson, Rvík, 1936.
Sagan hefst og endar á bænum Randá, sem rís upp úr
eyðilegu og hrikalegu landslagi eins og töfrahöll í fjarlægu
æfintýri. Bölvun og ömurleiki vofir yfir jörðinni og ættinni,
sem þar hefir búið. Ættfaðirinn, Randár-Þorkell, var morð-
ingi. Hann lét ávalt ljós loga í glugga sínum til að ginna
ferðamenn. Enn logaði ljósið í glugganum og vísaði þreytt-
um og viltum vegfaröndum á góðan náttstað. En alt um
það grúfir þungur skapadómur yfir ættinni. Systur tvær af
ættinni, Jórunn og Hrefna, eru á Randá. Bræður tveir, Hall-
björn og Rúnar, hafa komið úr fjarlægu héraði að Randá.
Hallbjörn kvænist Jórunni, en Reimar er unnusti Hrefnu,
og er hann starfsmaður hjá kaupmanninum í þorpinu. Ekkert
af þessu fólki virðist með réttu ráði nema Rúnar, sem er
aukapersóna í leiknum. Jórunn er skuggavera, sem lítið kem-
ur fram á sjónarsviðið. Aðalpersónurnar eru Hallbjörn og
Hrefna. Hallbjörn er altaf að fara á fjörurnar við Hrefnu,
en henni er um og ó. Hún bráðnar eins og smjör, ef hann
snertir hana. Aðra stundina vill hún láta að vilja hans, en
hina hatar hún hann og hræðist með ofurmagni viltrar æs-
ingar og angistar, handleikur hnífa til að stinga hann með
o. s. frv. En hún veit þó, að einhvern tíma hlýtur að draga
að þessu, og hún málar þetta í huga sér á sjúklegan hátt.
„Hann hafði ekki sagt neitt, ekki nefnt fjósið, en það var
eins og hún fyndi á sér, að þangað vildi hann fá hana. Heit-
ur titringur læsti sig um hverja taug: auði básinn í fjósinu,
myrkrið og hitinn þar, lyktin af skepnunum; hún fann þunga
hans yfir sér, og vildi það, vildi það með öllum líkama sín-
um: að hann tæki hana og dræpi hana svo á eftir!“ Þetta
hugsanarugl og áleitni Hallbjarnar endurtekur sig blaðsíðu
eftir blaðsíðu. Síðasti atburðurinn í þessari keðju er, að
Hallbjörn segir Hrefnu, að nú komi hann til hennar næstu
nótt. Hún lokar sig inni og rekur járnkarl fyrir dyrnar og