Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 288
282
Bækur.
IÐUNN
hefir hníf að vopni. Hún vakir um nóttina, yfirkomin af
æsingu, og finst jafnan, að hún heyri fótatak Hallbjarnar
í stiganum fyrir framan dyrnar. En nú má hún ómögulega
láta slokkna á lampanum, sem hefir logað öld eftir öld, en
lampinn er að verða þurr, og vesalings stúlkuna vantar ein-
hvern vökva til að hækka olíuna í lampanum, og þá dettur
henni það snjallræði í hug að slá sér æð og láta blæða í
lampann. Þessa nótt kemur Rúnar heim úr kaupstaðnum og
ratar á ljósið, því að úti var mesta fárviðri og snjókoma.
Um morguninn kemur það upp úr kafinu, að Hallbjörn hefir
ætlað að leggja sig í hjartastað, en verið svo heppinn, eða
•óheppinn, að lendá á rifi.
Persónurnar eru þannig úr garði gerðar, að fult eins
•eðlilegt hefði verið að láta söguna gerast á geðveikrahæli.
S'agan öll er furðulega laus frá hinu raunrétta lífi, og maður
hefir það á vitund sinni, að hér sé fjarrænt æfintýri á ferð-
inni, en ekki veruleiki. Randá finst manni standa einhvers
staðar austur í Asíu, vera æfintýrahöll, full af auðæfum og
með sinn töfralampa, þar sem fólkið er fult af annarlegum
•draumórum og sjúklegu ímyndunarafli. Og víst er um það,
fólkið og hættir þess ber engan keim af íslenzku þjóðlífi.
Sagan er ákaflega staglsöm og efnislítil, endurtekningar mikl-
ar, að eins með litlum orðamun. Þetta veldur því, að sagan
verður noklcuð þreytandi og ekki skemtileg.
Höfundur lætur lesandann þegar frá upphafi óra fyrir
geigvænlegum atburðum á líkan hátt og gert er í sumum ís-
lendingasögum. Þungur skapadómur vofir yfir hinu fordæmda
heimili, og örlögin virðast fyr eða síðar munu Ijúka upp dóms-
orði sínu um Randárheimilið. Það á að verða söguhnútur-
inn, lokaþátturinn í harmleik Randárættarinnar. Höfundin-
um tekst að gefa sögunni ömurlegan og geigvænan blæ.
Þungur, dularfullur óhugnaður læsir sig um frásögnina, sem
eykst smátt og smátt, eftir því sem líður á bókina.
Loftið titrar af langdreginni og annarlegri þenslu. Veðrið
og náttúran á Randá verða ekki lík jarðneskri náttúru og
veðri, heldur eins og í draugaheimum. Aðdragandi óveðui'sins
stendur yfir mörg dægur. Óveðursdunur heyrast úr öllum
áttum, og himininn grúfir grásvartur og geigvænlegur yfir
bænum, en enn er logn. Þarna, loks kom þó bylurinn! Nú