Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 289
IÐUNN
Baekur.
283
hlýtur reiðarþruman að skella yfir hinn fordæmda bæ. En
hvað verður? Einungis það, að hálfgalinn maður fer að káka
við að fyrirfara sér, en ferst verkið svo óhönduglega, að
hnifurinn stendur á rifi. Með öðrum orðum: Höfundurinn
boðar örlagaþrunginn atburð, sem aldrei kemur fram. Svona
„billega“ á höfundur elcki að sleppa frá skáldriti, sem
hann ætlast til, að verði lesið á 20—30 tungumálum.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
Gunnar Gunnarsson: Advent im Hochge-
b i r g e. Verlag von Phillipp Reclam jun. Leip-
zig, 1936.
Fjöldi af skáldritum Gunnars Gunnarssonar hafa komið
út á 'þýzku og verið vinsæl þar í landi.
Saga sú, er hér um ræðir, er fremur lítil bók. Segir hún
frá manni, Benedikt að nafni, sem fer upp um fjöll og firn-
indi í eftirleit á jólaföstunni. Þetta er í tuttugasta og sjö-
unda skiftið, sem hann fer í slíka leit. Enga á hann þó sjálf-
ur kindina á fjöllum uppi. Fer hann með hund sinn og
forustusauð í þetta ferðalag. Á leiðinni tefst hann við að
hjálpa mönnum þar úr bygðarlaginu, sem voru að leita að
kindum og hestum, því að Benedikt er einkar greiðvikinn.
Vegna þessa kemst hann seinna en hann ætlaði sér upp í
aðal-óbygðirnar, þar sem hann átti helzt von fjárins. Kemst
hann í mesta lífsháska og verður að dvelja marga sólar-
hringa þar á fjöllunum, nestislítill og stundum viltur. Hann
finnur fé, en verður að skilja það eftir ásamt forustusauðn-
um, er halda skyldi hópnum saman. Loks kemst hann til
bygða, þreyttur og þrekaður, að kveldi annars dags jóla.
Voru menn þá farnir að leita hans. Fundu þeir kindurnar
•og komu þeim til bygða.
Sagan er góð lýsing á þrautseigju íslenzkrar alþýðu og
baráttu hennar við óblíða náttúru. Og Benedikt virðist geta
verið táknrænn fulltrúi liinnar þolgóðu íslenzku þjóðar, er
hefir furðulega staðið af sér allar hörmungar af völdum
náttúrunnar og mannanna alt til þessa dags.
Höfundurinn rekur sundur með listrænni nákvæmni hugs-
anir og sálarlíf Benedikts, þessa hógværa, hjálpfúsa yfir-
lætislausa en þó einbeitta manns, sem leggur líf sitt í hættu