Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 296
290
Bækur.
IÐUNN
ur upp, er gerð af nærfærni og verður eftirminnileg. Sagan
er góð. — Mér kom hún eitthvað kunnuglega fyrir, er eg las
hana, og nú hefi eg séð það upplýst, að hún hafi verið fyrst
prentuð í Eimreiðinni fyrir 23 árum.
Um hinar sögurnar flestar er það helzt að segja, að per-
sónurnar skeflir í kaf og sagan týnist í alls konar bollalegg-
ingum höf. um flesta hluti milli himins og jarðar. Auk þess
að vera tilfinningaríkt og ljóðrænt skáld er Sigurjón Frið-
jónsson mikill heilabrotamaður. Hann glímir við torleyst-
ustu ráðgátur timans og er mjög upptekinn af að brjóta
verðmæti lífsins til mergjar. Hann gerist nú hniginn að aldri,
en því fer fjarri, að hann hafi í hyggju að leggjast undir
værðarvoð. Hann er vökull og opinn fyrir nýjum hugsunum,
spyrjandi og leitandi að úrlausnum. Um niðurstöður hans
ætla eg ekki að ræða; það er kapítuli fyrir sig. Eg hefi mikla
samúð með þessari sannleiksleit höf., þótt eg geti ekki alt af
átt samleið með honum. En hinu verður ekki neitað, að sög-
urnar líða við þenna þindarlausa eltingaleik við alls konar
„problem“. Persónurnar verða hálfgerðir gerfimenn, sem
koma fram á sviðið til þess eins að túlka heilabrot höfund-
arins, í stað þess að lifa sínu eigin lifi. Eg get ekki annað
skilið en að vangaveltum höf. yfir heimspeki, trúmálum og
félagsvísindum hefði hæft betur ritgerðarformið en sögusnið-
ið. En að sjálfsögðu dæmir þar hver fyrir sig. Á. H.
Jónas Rafnar: Þáttur af Halli h a r 8 a.
Saga frá 17. öld. Utgefandi Þorsteinn M. Jóns-
son. Akureyri, 1936.
Saga þessi mun vera sönn í meginatriðum og styðjast að
nokkuru við skráðar heimildir, að öðru leyti hefir hún varð-
veizt í munnmælum og minni alþýðufólks í Eyjafirði. Hún
gerist á fyrra hluta 17. aldar. Aðalpersónurnar eru Sæunn
í Teigsgerði, sem að manni sínum látnum leiðist út í óleyfi-
legar ástir með syni hans af fyrra hjónabandi og eignast
barn með honum, og Hallur í Möðrufelli, frændi hennar,
lögréttumaður og settur sýslumaður. S'agan fjallar því um
sifjaspell, að þeirrar aldar dómi, refsingu, aftöku og af-
leiðingar þessa. í aðra röndina er sagan mjög þjóðsögu-
kend, en bregður hins vegar upp mynd af harðhentri og