Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 298
292
Bækur.
IÐUNN
burðarás og hetjur, sem þeir geti tekið sér til fyrirmyndar.
Þessum kröfum fullnægir „Suður heiðar“. Frásögnin er rösk-
leg og einföld, bókin skemtileg og vel við hæfi drengjanna.
Höf. veit, hvert hann stefnir og hvað hann ætlar sér. Fyrir
honum vakir það ekki fyrst og fremst að skapa fagurt og
fullkomið listaverk eftir kreddum bókmentafræðinga. Hann
er fræðari og uppalandi æskunnar, og þeirri köllun sinni er
hann trúr. Gildi bókarinnar er uppeldislegt frekar en bók-
mentalegt. Og út frá því sjónarmiði er þessi bók afbragð
annara bóka. Efni hennar verður ekki rakið hér; því verða
menn að kynnast af lestri bókarinnar sjálfrar. Það er vissu-
lega hugfangandi að lesa um, hvernig Lyngeyrar-drengirnir
með framtaki sinu, félagsstarfi og dugnaði umskapa þorpið
sitt og beinlínis hef ja það á hærra menningarstig en það stóð
á áður. Eg þekki ekki neina íslenzka barnabók, er líklegri
sé til hollra uppeldislegra áhrifa en þessi, og vildi óska henni
í hendur hvers einasta unglings í landinu frá átta til sextán
ára aldurs. Þeim, sem eldri eru, mætti einnig ráða til að lesa
hana. — Mér er sérstök ánægja að geta slegið því föstu, að
í þetta skifti hefir Gunnar M. Magnúss fullkomlega náð þvi
marki, er hann stefndi að. Á. H.
Geoffrey Trease: Æf i n t ýr ið um Hróa
Hött og félaga hans. Eiríkur Magnús-
son íslenzkaði. Bókaútgáfan Heimskringla. Rvík,
1936.
Allir hafa heyrt nefndan Hróa Hött, hina brezku sagn-
hetju og skógarmann. í bók þessari erum við hrifin aftur í
miðaldir, á tíma krossferðanna, er aðall og klerkar réðu lög-
um og lofum, en bændur og alþýða strituðu í þágu þessara
stétta og máttu aldrei um frjálst höfuð strjúka — er ram-
gerðir kastalar aðalsmanna og riddara gnæfðu ógnandi yfir
hina fátæku bændabygð, en þeir alþýðumenn, sem hafði orð-
ið eitthvað á, struku til skógar til að umflýja refsingu og
lögðust út. Þessi bók á ef til vill ekki mikið skylt við skáld-
skap, en hvílík ferð og flug yfir frásögninni! Hver atburður-
inn öðrum æfintýralegri — útilegumenn, sem ræna þá ríku,
•en eru hjálparhellur fátæklinganna, njósnaferðir, bardagar,
seinast uppreist heils héraðs undir forustu skógarmannanna,