Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 299
IÐUNN
Bækur.
293
áhlaup á riddaraborg, stórorusta — og hvað mundi svo
unglingunum, sem bókin mun sérstaklega ætluð, þykja á
skorta? Á. H.
Gráskinna, IV. Útgefendur SigurSur Nor-
dal og Þórbergur Þórðarson. Bókaverzlun Þorst.
M. Jónssonar. Akureyri, 1936.
Þetta 4. hefti Gráskinnu er lokahefti fyrsta bindis (ef þau
verða þá fleiri) og hefir því innan spjalda, auk sjálfra sagn-
anna, heilmikinn halaklepp ýmsra viðauka, svo sem athuga-
semdir og viðbætur, efnisyfirlit, sem tekur til allra heftanna,
langa nafnaskrá, flokkaskrá sagnanna eftir efni, að ógleymdu
titilblaði og formála. Gefst nú kaupendum safnsins tækifæri
til þess að láta binda saman öll heftin, sem út eru komin, og
bæta einni myndarlegri og vandaðri bók í skápinn.
Það er þarflaust að mæla með Gráskinnu, svo vinsæl er
hún orðin með þjóðinni. Af þeim grúa þjóðsagnasafna, sem
steypt hefir verið yfir þjóðina á síðustu árum, er hún óefað
eitt hið jafn-bezt skrifaða og gagnvandaðasta, enda eru það
nafnlcunnir fræðimenn og ritsnillingar, sem að henni standa.
— Þetta síðasta hefti stendur í engu að baki hinum fyrri.
Af hinum styttri sögum eru margar runnar frá þeim Ólínu
og Herdisi Andrésdætrum, og hafa þær systur búið yfir mikl-
um nægtabrunni þess konar alþýðufróðleiks. Þessar sögur
eru flestar færðar í letur af Sigurði Nordal, en sumar af frú
Ólöfu Nordal. En lengstu sögurnar og viðamestu í þessu
hefti hefir Þórbergur Þórðarson skráð eftir ýmsum heimild-
um, svo sem „Draugur leysir hnút“ og „Bæjadraugurinn“.
Þá eru nokkrar sögur eftir handriti frú Theodóru Thorodd-
sen og ein alleinkennileg saga, „Hesturinn í Stakkadalsós“,
færð í letur af Vilmundi Jónssyni.
Um sögurnar í Gráskinnu segir Sigurður Nordal í vitur-
legum og vel skrifuðum formála meðal annars, að „þar ægir
saman margvíslegum og mislitum sögum. Sumar eru ekki
annað en gamall alþýðuskáldskapur, eins og æfintýrin, sem
flestöll eru að einhverju leyti af erlendum toga spunnin og
aldrei hefir verið trúnaður á lagður. Sumar eru um atburði,
sem hafa gerst eða menn halda að hafi gerst, en hafa síðan
gengist í minni og munni margra sögumanna og tekið ýms-