Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 301
IÐUNN
Bækur.
295
Morar þar alt af draugum, fjörulöllum, sæskrímslum og öðr-
um forynjum, að ógleymdum galdramönnum, ófreskum
mönnum og skrítnum körlum og sérkennilegum. Og Helgi
Guðmundsson er ekki einungis ötull og laginn safnari, hann
segir líka yfirleitt vel frá. Mér virðist hann ná tón þjóðsög-
unnar prýðilega, en langflestar sagnirnar hefir hann sjálfur
skrásett. Hann lætur sér heldur ekki nægja að segja sögurn-
ar sem þjóðsögur, heldur lýsir hann sem nánast staðháttum
öllum og gerir sér mikið far um að vita sem gleggst deili á
persónum þeim, er við söguna koma, og reynir, ef unt er, að
prófa hana í ljósi skjalfastra staðreynda. f formálanum
kemst hann svo að orði: „Þegar eg hafði fengið sögu, lék
mér jafnan hugur á að vita, að hve miklu leyti hún styddist
við sannsögulega viðburði. Leitaði eg því fróðleiks um menn
■og viðburði, þegar þess var kostur, t. d. í gömlum kirkjubók-
um og fleiri ritum. Fann eg þannig margt, sem ýmist studdi
•eða skýrði söguna. Stundum tók eg upplýsingar þessar inn
í meginmálið, en stundum er þeirra getið í smáletursgrein
aftan við það“.
Slík eru vinnubrögð Helga Guðmundssonar, að jöfnum
höndum safnandans og fræðimannsins. Sumir kunna ef til
vill að líta svo á, að fullmikið beri á fræðimanninum, en
fyrir minn part verð eg að segja, að eg les með meiri ánægju
þá þjóðsögu, sem er staðfærð og tengd við sannsögulegar
persónur, heldur en aðra, þar sem alt svífur í lausu lofti.
í þessum fimm heftum safnsins kennir mjög margra grasa,
og er þýðingarlaust í þessari stuttu umsögn að nefna ein-
stakar sögur. Þarna eru gamlar forneskjusagnir við hliðina
á frásögnum um dularfulla atburði frá síðari tímum. Auk
þess sagnir um merka menn eða sérkennilega og jafnvel
ferðasögur frá dögum núlifandi manna, auðvitað með draum-
um og fyrirboðum og öðru tilheyrandi.
„Vestfirzkar sagnir“ er eigulegt safn, er flytur í senn
góða dægrastyttingu og ýmis konar fróðleik um menn, þjóð-
háttu og sögulega atburði. Þar er að vísu ekki alt jafn-
merkilegt, en þegar á alt er litið, les maður það sér til
.ánægju og vonandi nokkurrar sálubótar. Á. H.